- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór fer til Sviss í sumar

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur KA-manna í sigrinum á Stjörnunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við svissneska stórliðið Kadetten Schaffhausen. Samningurinn tekur gildi næsta sumar. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten sem er um þessar mundir í efsta sæti svissnesku A-deildairnnar og hefur ekki tapað leik.

Kadetten Schaffhausen greinir frá þessum tíðindum á heimasíðu sinni.

Óðinn Þór gekk til liðs við KA á síðasta sumri en hefur í þessum mánuði hlaupið í skarðið á skammtíma lánasamnigi hjá Gummersbach í Þýskalandi og staðið sig afar vel. Sem stendur er Óðinn Þór næst markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar og í 35 manna landsliðshópnum fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði.


Óðinn Þór er 24 ára gamall hægri hornamaður. Hann var um þriggja ára skeið í Danmörku hjá GOG og Holstebro áður en hann gerðist liðsmaður KA. Auk KA hefur hann m.a. leikið með HK, Fram og FH hér á landi. Óðinn Þór á 14 A-landsleiki að baki.


Auk samningsins við Óðin Þór þá greindi Kadetten frá því í morgun að það hafi einnig klófest Slóvenann Igor Zabic frá og með næsta keppnistímabili.

Auk þess að vera efst og taplaust í svissnesku A-deildinni er Kadetten Schaffhausen ríkjandi bikarmeistari og einnig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Kadetten varð fyrst landsmeistari í Sviss 2005 og hefur síðan unnið titilinn í 10 skipti til viðbótar.

Björgvin Páll Gústavsson lék með Kadetten Schaffhausen frá 2009 ti 2011 og er eini íslenski handknattleiksmaðurinn sem hefur leikið með liði félagsins.

.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -