- Auglýsing -
- Auglýsing -

Naumt tap – leika um bronsið á morgun

Leikmenn Reykjavíkurúrvalsins ásamt ungversku goðsögninni Lazlo Nágy. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Reykjavíkurúrval stráka í handknattleik tapaði naumlega í dag fyrir Zagreb í undanúrslitum Balaton cup handknattleiksmótsins í Ungverjalandi, 27:26. Íslensku piltarnir leika þar með um þriðja sætið á mótinu á morgun gegn Guif frá Eskilstuna í Svíþjóð.


Zagreb-liðið var með fimm marka forskot að loknum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var mjög kaflaskiptur. Reykjavíkurúrvalinu tókst að að minnka muninn niður í eitt mark, 20:19, áður en Króatarnir tóku á mikinn sprett og náðu fimm marka forksoti á nú, 25:20.

Strákarnir í Reyjavíkurúrvalinu hita upp fyrir leikinn í dag. Mynd/Aðsend

Lokakaflinn var afar spennandi. Þá saxaði Reykjavíkurúrvalið á forskot Zagrebliðsins og minnkaði muninn í eitt mark, 27:26, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Zagreb tók leikhlé þegar 23 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Eftir að hafa lagt á ráðin þá komust leikmenn Zagreb í sókn, markvörður Reykjavíkurúrvalsins varði skot þeirra þegar 12 sekúndur voru til leiksloka. Því miður hrökk frákastið í hendur Króatanna sem tókst að halda boltanum til leiksloka.


Markaskor Reykjavíkurúrvalsins: Markús Páll Ellertsson 8, Bernard Darkoh 4, Max Emil Stenlund 3, Alex Kári Þórhallsson 3, Antoine Óskar Pantano 2, Hrafn Ingi Jóhannsson 2, Marel Baldvinsson 2, Þórður Sveinn Einarsson 1, Nathan Asare 1.

Í markinu varði Jens Sigurðarson 11 skot. Viðar Sigurjón Helgason varði 4 skot.

Viðar Sigurjón Helgason markvörður með augu á boltanum. Mynd/Aðsend


Leikurinn við Guif á morgun hefst klukkan 10.30. Hægt að fylgjast með útsendingum a youtube, Balaton cup.


Leikmenn Reykjavíkurúrvalsins eru fæddir 2006 og 2007.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -