- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Györ stefnir á sigur á MVM Dome – Vipers getur unnið annað árið í röð

Vipers frá Krstiansand, sigurlið Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki 2021. Liðið leikur til úrslita í keppninni í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjögur bestu lið Meistaradeildar kvenna er klár í að berjast í dag um sigurlaunin í keppninni fyrir framan 20.000 áhorfendur í MVM Dome höllinni í Búdapest.
Eftir sárt tap fyrir Brest í undanúrslitum í fyrra er ungverska liðið Györ komið tvíeflt til baka. Györ hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum. Liðið mætir Esbjerg sem hefur aðeins tapað einum leik í Meistarardeildinni á þessu tímabili.


Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við franska liðið Metz og norska liðið Vipers, sem er ríkjandi meistarar. Þessi lið voru saman í riðlakeppninni þar sem franska liðið vann báða leikina og verður spennandi að sjá hvort þeirra hefur betur í þriðja leiknum.

MVM Dome, nýja og glæsilega keppnishöllin í Búdapest verður vettvangur úrslitahelgar Meistaradeildar kvenna 4. og 5. júní. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Györ – Esbjerg | Laugardagur kl 13.15 | Beint á EHFTV

  • Györ er að taka þátt í Final4 í sjöunda sinn en liðið hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum.
  • Esbjerg hefur leikið 56 leiki í Meistaradeildinni og tekur nú þátt í Final4 í fyrsta skipti.
  • Ungverska stórliðið er með bestu sóknina í Meistaradeildinni með 32,9 mörk að meðaltali í leik og fengið á sig 24,8 mörk að jafnaði í leik.
  • Henny Reistad sem var valin mikilvægasti leikmaður Final4 í fyrra er markahæst í liði Esbjerg á þessari leiktíð með 86 mörk. Stine Oftedal er markahæst hja Györ með 54 mörk.
  • Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk að meðaltali í leik í Final4 heldur en Henny Reistad. Hún skoraði 30 mörk í fjórum leikjum.
  • Liðin hafa aðeins mæst tvisvar sinnum áður og hafði Györ betur í bæði skipti.


Metz – Vipers | Laugardagur kl 16.00 | Beint á EHFTV

  • Vipers er fyrsta norska liðið sem tekst að komast í Final4 þrjú ár í röð. Liðið lenti í þriðja sæti tímabilið 2018/19 og vann síðan Meistaradeildina á síðasta ári.
  • Metz er að taka þátt í Final4 í annað skipti. Liðið hafnaði í fjórða sæti 2019 eftir að hafa tapað fyrir Rostov og Vipers.
  • Noru Mørk vantar aðeins 14 mörk til þess að jafna metin við Cristinu Neagu sem er markahæst í Meistaradeildinni á leiktíðinni með 96 mörk.
  • Metz var eina liðið af þessum fjórum sem þurfti að fara í útsláttarkeppnina en hin þrjú liðin fóru beint í 8-liða úrslit.
  • Ríkjandi meistarar hafa aðeins tvisvar sinnum unnið undanúrslitaleik árið eftir. Það gerði Györ 2018 og 2019. Þrívegis hefur ríkjandi meisturum ekki lánast að verja titilinn.
  • Þessi lið hafa mæst tvisvar sinnum á núverandi keppnistímabil og vann franska liðið í bæði skipti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -