- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Tími kominn til að Þjóðverjar fari alla leið

Emily Bölk er ein þeirra sem mikið mun mæða á í þýska landsliðinu á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fimm dagar eru þar til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Þýskalands. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.

Vegferð þýska liðsins á undanförnum mótum hefur sýnt að það er stutt á milli hláturs og gráts á þessum mótum. Á EM 2018 missti liðið af sæti í undanúrslitum þegar að það tapaði með einu marki gegn Ungverjum 26:25 eftir að hafa hafa verið með forystuna mest allan leikinn. Á HM 2019 tapaði liðið gegn Serbíu með einu marki eftir að staðan hafi verið jöfn 28:28 þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum í lokaleik milliriðlakeppninnar. Jafntefli hefði dugað þýska liðinu til þess að komast í undanúrslit en í stað þess endaði liðið í því áttunda.

Aðal markmið þýska liðsins á þessu móti er að komast í milliriðla en liðið á fyrir höndum erfitt verkefni þar sem þær eru í riðli með Noregi, Rúmeníu og Póllandi og ef allt gengur upp mun liðið eiga raunhæfa möguleika á að komast í undanúrslit.

Sturluð staðreynd
Ólíkt karlaliði Þýskalands sem
komst ekki inná EM 2014 sem
var haldið í Danmörku hefur
kvennaliðið tekið þátt í öllum 
14 Evrópumótunum sem 
haldin hafa verið. 
Þýska liðið hefur þó aðeins 
einu sinni náð á verðlaunapall 
en það gerðu þær á EM 1994 
sem var haldið í Þýskalandi.  
Þá spiluð þær til úrslita en 
töpuðu. Frá þeim tíma hefur 
liðinu tvívegis tekist að komast 
í undanúrslit á EM 2004 og 
2006 en enduðu í fjórða sæti 
á báðum mótum.

Margar hafa hleypt heimdraganum

Í sumar ákváðu margir þýskir leikmenn að nú væri kominn tími til þess að reyna fyrir sér fjarri heimahögum. Flestar ákváðu þær að reyna fyrir sér í Ungverjalandi. Alicia Stolle, Julia Behnke og Emily Bölk gengu til liðs við FTC, varamarkmaðurinn Ann-Kathrin Giegerich samdi við Debrecen og aðalmarkvörðurinn Dinah Eckerle fór til Síofok. Hún gekk reyndar til liðs við franska liðið Metz á dögunum eftir að henni líkaði ekki vistin hjá Síofok. Shenia Minevskaja ákvað að yfirgefa franska liðið Brest og fór til Valcea í Rúmeníu. Xenia Smits var eini leikmaðurinn sem ákvað að koma aftur í þýsku deildina. Hún gekk til liðs við Bietighiem frá franska liðinu Metz. 

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
2. sæti 1994
4. sæti 1996
4. sæti 2006
4. sæti 2008
6. sæti 2016
Heimsmeistaramót
1. sæti 1993
3. sæti 1997
3. sæti 2007
Ólympíuleikar
4. sæti 1984
4. sæti 1992

Hver verður lykillinn að árangri?

Þegar maður horfir á þau góðu úrslit sem liðið hefur náð gegn sterkum andstæðingum á síðusu mótum eins og sigur gegn Noregi á EM 2018 og gegn Hollendingum á HM 2019 sér maður að liðið leggur gríðarlega áherslu á góðan varnarleik og fá auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að leikmenn gleyma sér aðeins og fara úr þessu leikskipulagi þá hefur leikur liðsins öllu jafna hrunið.  Vandamál liðsins hefur hins vegar að mestu leiti legið í skotnýtingu leikmanna en ef að leikmenn ná að bæta þann þátt í sínum leik þá er þýska liðinu allir vegir færir.

Leikir Þýskalands í D-riðli:
3.12.Rúmenía-Þýskal. 17.00
5.12.Þýskal.-Noregur 17.15
7.12.Þýskal.- Pólland 17.15
RÚV sýnir flesta leiki EM.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: Pólland, Króatía, Tékkland, Slóvenía, Svartfjallaland, Spánn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -