- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Enn varð sóknarleikurinn Rúmenum að falli

Ungverjinn Aniko Kovacsics, sækir að rúmensku vörninni. Mynd/Jozo Cabraja / kolektiff
- Auglýsing -

Hvorki Ungverjaland né Rúmenía áttu  möguleika á því að spila um sæti á þessu móti og því snerist þessi leikur aðallega um heiðurinn og reyna að ná sem besta mögulega sætinu á mótinu úr því sem komið var.  Það var sem fyrr sóknarleikurinn sem varð rúmenska liðinu að falli en liðið var með 53% sóknarnýtingu í þessum leik auk þess sem liðið var með 15 tæknifeila. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs á stórmóti. Ungverjar unnu leikinn með tveggja marka mun, 26:24.

Ungverjaland – Rúmenía 26:24 (13-14)

Ungverska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Rúmenska liðið sem var heldur hægt í gang náðu að jafna leikinn 4-4 þegar um níu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Eftir það kom góður kafli hjá Ungverjum þar sem frekar einfaldur sóknarleikur virkaði vel hjá þeim og þær komust í þriggja marka forystu 8-5.

Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður varð vendipunkutur í leik Rúmena þegar að Bogdan Burcea þjálfari liðsins ákvað að skipta um markmann og Denisa Dedu kom í markið. Hún lét heldur betur til sín taka og varði hvert skotið á fætur öðru og hjálpaði liði sínu að komast aftur inní leikinn og þegar níu mínútur voru eftir af hálfleiknum minnkuðu þær forystu Ungverja niður í eitt mark 12-11.

Áfram hélt Dedu að loka markinu og Ungverjar skoruðu ekki mark næstu sjö mínúturnar á eftir. Það nýttu liðsfélagar hennar í sókninni og þær rúmensku leiddu í hálfleik með einu marki 14-13. Eins og áður segir þá var það fyrst og fremst markvarsla Dedu sem gerði gæfumuninn fyrir Rúmena. Hún varði 6 skot af þeim 11 sem hún fékk á sig sem gerir 55% markvörslu.

Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað og til marks um það skoruðu liðin aðeins þrjú mörk á fyrstu fimm mínútunum í seinni hálfleik. Ungverjar náðu svo að komast yfir 18-17 þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu létu þær ungversu aldrei af hendi og lönduðu að lokum tveggja marka sigri 26-24.


Nadine Schatzl var útnefnd leikmaður leiksins að þessu sinni en hún skoraði 7 mörk fyrir Ungverja úr 9 skotum en hjá Rúmenum var Lorena Ostase markahæst með 8 mörk úr 9 skotum. Þetta eru fyrstu stig Ungverja í milliriðlinum. Þær rúmensku er enn án stiga í milliriðlinum en þær hafa aðeins unnið einn leik af þeim fimm sem þær hafa spila á EM. Það er versti árangur rúmenska landsliðsins á EM síðan 1998.

Mörk Ungverjalands: Nadine Schatzl 7, Rita Lakatos 5, Szandra Söllösi 4, Katrin Klujber 3, Aniko Kovacsics 2, Viktoria Lukacs 2, Fanny Helembai 2, Noemi Hafra 1.
Varin skot: Blanka Bíró 9, Melinda Szikora 1.
Mörk Rúmeníu: Lorena Ostase 8, Cristina Neagu 5, Eliza Buceshi 3, Cristina Laslo 3, Sonia Seraficeanu 2, Elena Dinca 1, Laura Popa 1, Ana Iuganu 1.
Varin skot:  Denisa Dedu 8, Yuliya Dumanska 3, Ana Mazareanu 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -