Bjarki Már Elísson varð markahæstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu með 45 mörk í sex leikjum, 7,5 mörk að jafnaði í leik. Hann er einnig kominn í fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn Íslands á HM frá upphafi með 125 mörk.
HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan
Bjarki Már fór upp fyrir Patrek Jóhannesson í gær. Patrekur skoraði 121 mörk á sínum tíma. Eins fór Bjarki Már upp fyrir Snorra Stein Guðjónsson meðan á mótinu stóð. Snorri Steinn skoraði 112 mörk á HM frá 2003 til 2015.
Bjarki Már vantar ennþá 30 mörk til þess að jafna metin við Alexander Petersson sem er í þriðja sæti með 155 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson, 294, og Ólafur Stefánsson, 227, eru í tveimur efstu sætunum.
Sem stendur er Bjarki Már annar í röðinni á skrá yfir markahæstu leikmenn mótsins. Markahæstur er Erwin Feuchtmann frá Chile með 46 mörk, einu fleira en Bjarki Már.
Hollendingurinn Kay Smits er í þriðja sæti með 38 mörk. Jean-Pierre Dupoux, Brasilíu, er fjórði með 35 mörk. Þar á eftir eru Daninn Mathias Gidsel með 34 mörk eins og Miklos Vujovic frá Svartfjallalandi. Gidsel á leik til góða á aðra þá sem taldir hafa verið upp.
Eftirtaldir skoruðu mörk Íslands á HM 2023:
Bjarki Már Elísson | 45 |
Sigvaldi Björn Guðjónsson | 21 |
Elliði Snær Viðarsson | 19 |
Ómar Ingi Magnússon | 19 |
Gísli Þorgeir Kristjánsson | 18 |
Óðinn Þór Ríkharðsson | 18 |
Janus Daði Smárason | 16 |
Kristján Örn Kristjánsson, Donni | 14 |
Viggó Kristjánsson | 13 |
Aron Pálmarsson | 9 |
Arnar Freyr Arnarsson | 5 |
Björgvin Páll Gústavsson | 4 |
Elvar Örn Jónsson | 3 |
Elvar Ásgeirsson | 2 |
Hákon Daði Styrmisson | 1 |