- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fara Dujshebaev-feðgar á einu bretti til Szeged?

Talant Dujshebaev fer yfir málin með sínum mönnum. Hann e.t.v. á leið frá Kielce ásamt sonum sínum tveimur. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fullyrt er í staðarfjölmiðli í Kielce í Póllandi að ungverska meistaraliðið Pick Szeged hafi gert Talant Dujshebaev, þjálfara Kielce og sonum hans tveimur, Alex og Daniel, freistandi tilboð um að koma til félagsins í sumar.


Hermt er að Dujshebaev-feðgarnir ætli að svara tilboðinu í byrjun febrúar, þá verður framtíð pólska meistaraliðsins orðin skýrari. Kielce er í miklum fjárhagskröggum um þessar mundir eftir að öflugasti bakhjarl félagsins sagði upp samningi sínum hálfu ári fyrr en reiknað var með.


Pick Szeged leitar að þjálfara fyrir næsta keppnistímabil eftir að Juan Carlos Pastor ákvað undir lok síðasta árs að róa á önnur mið eftir ríflega áratugstarf í Szeged.


Handbolti.is fjallaði um fjárhagserfiðleika Kielce skömmu fyrir áramótin. Staðan er sögð mjög alvarleg.


Forráðamenn Kielce hafa sett sér það takmark að hafa náð samkomulagi við öflugt fyrirtæki fyrir lok þessa mánaðar. Takist það ekki er ljóst að félagið verður að fara í gegnum sársaukafullan niðurskurð til þess að halda áfram starfssemi.


Ekki þarf að fjölyrða um þá byltingu sem yrði ef feðgarnir skiptu yfir til Pick Szeged. Talant er með færustu þjálfurum í heimi handknattleiksins og synirnir, þá sérstaklega Alex, í hópi allra fremstu handknattleiksmanna veraldar. Talant hefur biðlað til einstaklinga og fyrirtækja að koma til liðs við Kielce. Hann eigi sér enga ósk heitari en að starfa á áfram hjá öflugu félagi og vinna áfram að uppbyggingu þess. Kielce hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í Póllandi á þessari öld og verið meðal allra bestu liða Evrópu. Kielce lék til úrslita í Meistaradeild Evrópu á síðasta vori og vann deildina 2016.


Haukur Þrastarson er leikmaður Kielce og með samning til 2025. Hann sleit krossband undir lok nýliðins árs.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -