Um 140 börn og unglingar mættu á fyrstu handknattleiksæfingarnar sem fram fóru á Akranesi í gær.
Æft var í tveimur hópum. Í fyrri hópnum voru börn sem er í 1. til 4. bekk og í þeim síðari börn og unglingar um 5. til 7. bekk. Að sögn Kjartans Vídó Ólafssonar markaðsstjóra HSÍ hafa þegar komið fram óskir um að einnig verði boðið upp á æfingar fyrir unglinga í 8. til 10. bekk grunnskóla.
Æfingar fara fram á sunnudögum í íþróttahúsinu á Vesturgötu á Akranesi og verður um tvo aldurshópa að ræða til að byrja með. 1. - 4. bekkur - kl. 14 - 15. 5. - 7. bekkur - kl. 15 - 16.
Jörgen Freyr Ólafsson Naabye og Kolbrún Helga Hansen sáu um æfingarnar um helgina. Umsjón með verkefninu hefur Ingvar Örn Ákason ásamt Kolbrúnu Helgu.
Vonir standa til þess að landsliðskarlar og konur líti inn á æfingarnar þegar á líður og að þjálfarar yngri landsliða taki þátt.
Haldið verður áfram við æfingar næstu sjö sunnudaga í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Handknattleikssamband Íslands, ÍA og íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar. Verkefnið stendur yfir til vors en að því loknu verður framhaldið metið.
Fleiri myndir frá æfingunni – smellið á til þess að sjá þær stærri.
- Markastífla og tap hjá meisturum Magdeburg
- Verða að bíta í skjaldarrendur á morgun
- Selfyssingar tylltu sér í toppsætið – Víkingar lögðu Hörð
- Hollenska landsliðið var grátt leikið af því norska
- Eftir erfiðar tíu mínútu var þetta ágætur leikur