Þegar 13 leikmenn Vals skoruðu í Evrópuleiknum gegn Flensburg, 30:33, jöfnuðu þeir met sem leikmenn KA áttu frá 2005 og leikmenn Vals frá 2005.
* 13 leikmenn KA skoruðu mörk í tveimur leikjum í röð gegn Mamuli Tibilisi frá Georgíu í Áskorendakeppninni 2005-2006, 45:15 og 50:15. Báðir leikirnir fóru fram á Akureyri.
* 13 leikmenn Vals skoruðu í leik gegn HC Tibilsi í EHF-keppninni 2005-2006, 47:13, og þá skoruðu 11 leikmenn í seinni leiknum, 51:15. Báðir leikirnir fóru fram í Reykjavík.
* Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, skoraði eitt mark gegn Flensburg, en þess má geta til gamans að báðir markverðir FH, Magnús Árnason og Sverrir Kristinsson, skoruðu í leik gegn Maccaby frá Ísrael í IHF-keppninni 1983-1984, þegar FH fagnaði sigri í Hafnarfirði 44:16. 12 leikmenn FH skoruðu í leiknum.
* 12 leikmenn Hauka hafa skorað mörk í þremur Evrópuleikjum Hafnarfjarðarliðsins og 12 leikmenn ÍBV hafa skorað í tveimur Evrópuleikjum Eyjamanna.