- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri staðreyndir fyrir undanúrslitaleikina

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Leikið verður til undanúrslita í bikarkeppni HSÍ, Poweradebikarnum, í Laugardalshöll í kvöld. Klukkan 18 eigast við Fram og Haukar en klukkan 20.15 verður flautað til leiks Aftureldingar og Stjörnunnar.


Hér fyrir neðan er rennt yfir nokkrar staðreyndir um gengi liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar í gegnum tíðina.

  • Karlalið Fram hefur 20 sinnum leikið í undanúrslitum bikarkeppninnar. Fyrst árið 1974 á upphafstímabili keppninnar í karlaflokki. Fram vann þá Víking, 21:20 en tapaði fyrir Val í úrslitaleik, 24:16.
  • Af 20 undanúrslitaleikjum hefur Fram unnið 12 leikjanna, síðast Stjörnuna, 28:25, í undanúrslitum 2021.
  • Haukar hafa 19 sinnum leikið í undanúrslitum bikarkeppninnar, síðast 2020, þegar þeir töpuðu naumlega fyrir ÍBV 27:26. Í átta skipti hafa Haukar haft betur í undanúrslitaleik, síðast 2014. Haukar lögðu þá FH-inga, 30:28.
  • Fyrst léku Haukar í undanúrslitum bikarkeppninnar í karlaflokki 1975. Þá töpuðu þeir fyrir FH, 23:20.
Leikir Fram og Hauka í Olísdeildinni í vetur:
31. október: Haukar - Fram, 32:34.
2. mars: Fram - Haukar, 35:30.
  • Afturelding lék fyrst í undanúrslitum árið 1999 og fór þá alla leið í úrslitaleikinn og vann bikarinn. Síðan hafa sex undanúrslitaleikir bæst við hjá karlaliði félagsins. Síðast vann Afturelding undanúrslitaleik í bikarnum fyrir sex árum.
  • Afturelding lagði þá Hauka, 29:28, í hreint ótrúlega kaflaskiptum leik.
  • Síðast lék Afturelding í undanúrslitum 2021 og tapaði með 11 marka mun fyrir Val, 32:21.
  • Stjarnan hefur leikið 14 sinnum í undanúrslitum bikarkeppninnar. Þar af hefur lið félagsins komist níu sinnum í úrslit. Síðast vann Stjarnan undanúrslitaleik árið 2020. Lagði Aftureldingu, 22:21. Árið eftir tapaði Stjarnan í undanúrslitaleik fyrir Fram, 28:25
  • Stjarnan komst fyrst í undanúrslit 1984 og vann þá Val, 21:19, en tapaði í úrslitaleik fyrir Víkingi, 24:21. Stjarnan náði þeim einstaka árangri að leika fjórum sinnum í röð í undanúrslitum frá árinu 1984 og alls fimm sinnum á sex ára tímabili að árinu 1989 meðtöldu.
Leikir Aftureldingar og Stjörnunnar í Olísdeildinni í vetur:
4. desember: Stjarnan - Afturelding, 26:29.
Síðari viðureignin fer fram 10. apríl.
  • Valur er bikarmeistari tveggja síðustu ára.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -