- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvænt tap meistaranna á heimavelli

Janus Daði Smárason landsliðsmaður og leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eftir 19 sigurleiki í röð þá biðu Noregsmeistarar Kolstad óvænt lægri hlut á heimavelli í kvöld fyrir liðsmönnum Fjellhammer, 33:32. Eftir fyrri hálfleik stefndi í öruggan sigur Kolstad. Liðið var sex mörkum yfir, 20:14. Vopnin snerust í höndum þeirra og leikmenn Fjellhammer, undir stjórn Robert Hedin, gengu á lagið og unnu sannfærandi sigur þótt aðeins aðeins hafi munað einu marki í lokin eftir að Elías Thome klóraði í bakkann.


Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad, þar af tvö úr vítaköstum. Skotnýting Sigvalda Björns hefur oftast verið betri. Átta skot misstu marks. Janus Daði Smárason skoraði einnig fjórum sinnum og átti fimm stoðsendingar.
Þrátt fyrir tapið er Kolstad með sex stiga forskot í efsta sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fjellhammer er í sjötta sæti 19 stigum á eftir Kolstad.


Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg skoraði tvö mörk og Óskar Ólafsson eitt þegar Drammen vann Halden með 10 marka mun á heimavelli, 36:26. Drammen situr í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, er stigi á eftir Runar frá Sandefjord. Elverum er í öðru sæti en liðið átti ekki leik í kvöld.

Ásgeir Snær sagður flytja frá Svíþjóð til Noregs

Rakel Sara skoraði fjögur mörk

Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Volda í þriggja marka tapi fyrir Byåsen á heimavelli, 23:20. Dana Björg Guðmundsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu sitt markið hvor fyrir Volda sem situr áfram í neðsta sæti með fjögur stig.

Vegna fjölgunar liða í úrvalsdeildinni úr 12 í 14 fyrir næsta keppnistímabil fellur Volda ekki úr deildinni nema að það tapi í umspili um sæti í deildinni í vor. Halldór Stefán Haraldsson er þjálfari Volda og verður út keppnistímabilið.


Storhamar er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina eftir öruggan sigur á heimavelli í kvöld, 37.22, þegar leikmenn Tertnes komu í heimsókn. Axel Stefánsson er annar af þjálfurum Storhamar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -