- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðja árið í röð er markakóngurinn úr röðum KA

Einar Rafn Eiðsson skoraði 11 mörk fyrir KA í jafntefli við Fram. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þriðja keppnistímabilið í röð kemur Olísdeildar karla í handknattleik úr röðum leikmanna KA. Að þessu sinni varð Einar Rafn Eiðsson markahæstur með 162 mörk í 22 leikjum, eða 7,36 mörk að jafnaði í leik.

Á síðasta ári varð Óðinn Þór Ríkharðsson markahæsti leikmaður Olísdeildar og þar áður, keppnistímabilið 2020/2021 skoraði Árni Bragi Eyjólfsson manna mest í Olísdeildinni. Hann lék þá undir merkjum KA.

Einar Rafn varð einnig markakóngur Olísdeildar karla 2016.

Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, skoraði 133 mörk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Einar Rafn skoraði 29 mörkum fleiri en nafni hans Einar Sverrisson leikmaður Selfoss. Árni Bragi varð þriðji með 131 mark en hann leikur nú með Aftureldingu. Viktor Sigurðsson varð fjórði með 127 mörk og Rúnar Kárason, ÍBV, er í fimmta sæti með 120 mörk. Rúnar lék einnig 15 leiki af 21 og var þar með með átta mörk að jafnaði í hverjum leik.

Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu, sendir boltann frá sér í undanúrslitaleik Aftureldingar og Stjörnunnar. Mynd/Raggi Óla

Einar Rafn varð einnig sá leikmaður deildarinnar sem skoraði flest mörk í einum leik í vetur. Hann skoraði 17 mörk gegn Gróttu í 33:33 jafntefli í KA-heimilinu 4. desember og jafnaði um leið markametið hjá KA.


Viktor og Rúnar skoruðu ekki mark úr vítakasti. Sömu sögu er að segja af Andra Má Rúnarssyni úr Haukum sem varð sjötti markahæsti leikmaður Olísdeildar.


Hér fyrir neðan eru þeir leikmenn Olísdeildar karla sem skoruðu 60 mörk eða fleiri í leikjum deildarinnar sem lauk í gær.

Nafn:Félag:mörk:
Einar Rafn EiðssonKA162
Einar SverrissonSelfossi133
Árni Bragi EyjólfssonAftureldingu131
Viktor SigurðssonÍR127
Rúnar KárasonÍBV120
Andri Már RúnarssonHaukum118
Dagur Sverrir KristjánssonÍR115
Birgir Steinn JónssonGróttu113
Ásbjörn FriðrikssonFH112
Þorsteinn Gauti HjálmarssonFram111
Guðmundur Bragi ÁstþórssonHaukum110
Arnar Freyr GuðmundssonÍR109
Benedikt Gunnar ÓskarssonVal107
Dagur GautasonKA106
Einar Bragi AðalsteinssonFH106
Blær HinrikssonAftureldingu104
Þorsteinn Leó GunnarssonAftureldingu104
Ísak GústafssonSelfossi103
Kári Kristján KristjánssonÍBV95
Elmar ErlingssonÍBV92
Gauti GunnarssonKA91
Birgir Már BirgissonFH90
Arnór Snær ÓskarssonVal84
Starri FriðrikssonStjörnunni82
Hergeir GrímssonStjörnunni81
Suguru HikawaHerði81
Jón Ómar GíslasonHerði80
Luka VukicevicFram80
Birkir BenediktssonAftureldingu78
Jakob Martin ÁsgeirssonFH78
Jakob Ingi StefánssonGróttu76
Guðmundur Hólmar HelgasonSelfossi74
Arnór ViðarssonÍBV73
Björgvin Þór HólmgeirssonStjörnunni73
Einar Ingi HrafnssonAftureldingu73
Þórður Tandri ÁgústssonStjörnunni72
Jóhannes Berg AndrasonFH71
Sveinn Brynjar AgnarssonÍR71
Theis Kock SøndergaardGróttu71
Reynir Þór StefánssonFram70
Ívar Logi StyrmissonFram69
Endijs KusnersHerði66
Ihor KopyshynskyiAftureldingu64
Þorgils Jón Svölu BaldussonVal64
Heimir Óli HeimissonHaukum63
Marko CoricFram63
Magnús Óli MagnússonVal62
Stiven Tobar ValenciaVal62
Guðjón Baldur ÓmarssonSelfossi61

Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2020/2021.

Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2021/2022.

Lokastaðan í Olísdeild karla 2022/2023 og leikjadagskrá 8-liða úrslita.

Margskonar tölfræði úr Olísdeildum karla og kvenna er að finna í handboltamælaborði Expectus sem m.a. er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -