Meistaraflokkar Víkings í handknattleik slógu botninn í keppnistímabilið með samkomu í félagsheimilinu í Safamýri á föstudagskvöldið þar sem keppnistímabilið var gert upp og viðurkenningar veittar til leikmanna sem taldir voru fremstir meðal jafningja. Einnig var snæddur matur og staðar og stundar notið í góðra félaga hópi.
Karlalið Víkings endurheimti í sæti í Olísdeild á næstu leiktíð eftir æsilegt umspil á móti Fjölni. Ungmennlið Víkings flytur upp úr 2. deild og í Grill 66-deildina. Kvennalið Víkings hafnaði í sjötta sæti í Grill 66-deild kvenna og átta liða úrslit í Poweradebikarnum.
Eftirtaldir hlutu viðurkenningar í lokahófinu:
Besti leikmaður meistaraflokks karla:
Jóhann Reynir Gunnlaugsson.
Besti varnarmaður meistaraflokks karla:
Halldór Ingi Óskarsson.
Besti sóknarmaður meistaraflokks karla:
Gunnar Valdimar Johnsen.
Framfaraverðlaun meistaraflokks karla:
Igor Mrsulja.
Efnilegasti leikmaður meistaraflokks karla:
Marinó Gauti Gunnlaugsson.
Besti leikmaður meistaraflokks kvenna:
Ída Bjarklind Magnúsdóttir.
Besti varnarmaður meistaraflokks kvenna:
Auður Brynja Sölvadóttir.
Besti sóknarmaður meistaraflokks kvenna:
Hafdís Shizuka Iura.
Framfaraverðlaun meistaraflokks kvenna:
Díana Ágústsdóttir.
Efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna:
Valgerður Elín Snorradóttir.
Besti leikmaður U-liðs karla:
Sigurður Páll Matthíasson.
Mikilvægasti leikmaður U-liðs karla:
Benedikt Emil Aðalsteinsson.
Lokahóf fleiri félaga síðustu daga:
Hildur og Birgir Örn best hjá FH – myndir
Lokahóf á Selfossi: Katla María og Einar best – myndir
Viðurkenningar voru veittar á lokahófi Gróttu