Þegar Arnór Þór Gunnarsson lagði skóna á hilluna eftir glæsilegan feril hjá Bergischer HC; frá 2012. Hann lék 271 leik í 1. deild og afrekaði það að skora 1.003 mörk í deildinni. Hann rauf 1.000 marka múrinn fyrstur leikmanna Bergischer HC og kominn í klúbb fimm Íslendinga, sem hafa afrekað að skora yfir 1.000 mörk.
Þeir Íslendingar sem hafa skorað mest í 1. deild eru; mörk/vítaköst:
2.239/318: Guðjón Valur Sigurðsson, Essen, Gummersbach, Kiel, Rhein-Neckar Löwen.
1.757/52: Alexander Petersson, Düsseldorf, Grosswallstadt, Flensburg, Füchse Berlín, Rhein-Neckar Löwen, Melsungen.
1.250/33: Ólafur Stefánsson, Wuppertal, Magdeburg, Rhein-Neckar Löwen.
1.198/289: Bjarki Már Elísson, Eisenach, Füchse Berlín, Lemgo.
1.003/394: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer.
Arnór Þór lék alls 361 leik í 1. deild, 2. deild og bikarkeppni með Bergischer frá 2012 og skoraði 1.489. Hann lék með Bittenfeld í 2. deild 2011-2012 og skoraði 228 mörk í 38 leikjum.
Hann lék því samtals 399 leiki í Þýskalandi og skoraði 1.712 mörk.