- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Forsvarsmönnum HSÍ er full alvara

Íslendingar fóru í þúsundatali við Svíþjóðar í janúar til að styðja við bakið á karlalandsliðinu sem tók þátt í heimsmeistaramótinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Forvígismönnum Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, er full alvara með að hér á landi fari fram keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla, annað hvort árið 2029 eða tveimur árum síðar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti við RÚV í gær að HSÍ sé þátttakandi í fullgildri umsókn með handknattleikssamböndum Danmerkur og Noregs sem skilað var til Alþjóða handknattleikssambandsins í lok september.


Fyrr á árinu sagði handbolti.is frá því að HSÍ hafi lagt nafn sitt við viljayfirlýsingu um að vera með handknattleikssamböndum Danmerkur og Noregs í umsókn um að sækjast eftir að halda HM karla 2029 eða 2031. Viljayfirlýsingin hefur verið staðfest með formlegri umsókn.

Draumur að veruleika?

Ein helsta forsenda þess að hægt verði að halda hluta heimsmeistaramótsins í handknattleik hér á landi er að draumurinn um þjóðarhöll fyrir innahússíþróttir verði að veruleika. Þegar HM fór fram hér á landi 1995 stóð til að byggja íþróttahöll í Reykjavík fyrir keppnina. Af einhverjum ástæðum varð ekkert af framkvæmdum. Með nokkrum bútasaumum fékkst undanþága á Laugardalshöll. Harla ósennilegt er að önnur undanþága fáist nærri þremur áratugum síðar.

Vonir standa til að þjóðarhöll verði risin í Laugardal 2026 eða 2027 og að hún verði lögleg til keppni á heimsmeistaramóti í handknattleik, hvort heldur í karla- eða kvennaflokki.

Átta landslið af 32

Ennfremur kom fram í sumar að ef HM fer af stað hér á landi verður keppt í tveimur riðlum á fyrsta stigi mótsins auk keppni í einum milliriðli. Hingað til lands verða þá væntanleg sjö landslið. Íslenska landsliðið verður það áttunda. Það er fjórðungur keppnisliða. Héðan færu tvö lið áfram í átta liða úrslit sem leikin yrðu annað hvort í Danmörku eða Noregi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -