- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar skoraði sigurmarkið í Höllinni – Selfyssingar sluppu fyrir horn

Einar Sverrisson, skoraði sigurmark Selfoss á Akureyri í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Einar Sverrisson og Jón Þórarinn Þorsteinsson sáu til þess Selfoss slapp inn í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik í kvöld eftir að liðið steig krappan dans gegn Þór í Höllinni á Akureyri. Einar skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins, 27:26, og Jón Þórarinn varði markskot Þórsara þegar 19 sekúndur voru eftir af leiktímanum.


Mikil spenna var í leiknum nær allan síðari hálfleikinn. Selfossliðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11. Þórsarar komu eins og grenjandi ljón til leiks í síðari hálfleik og ekki voru liðnar tíu mínútur af leiktímanum þegar þeim hafði tekist að jafna metin.

Þórsarinn Aron Hólm Kristjánsson. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net

Aron Hólm Kristjánsson kom Þór yfir þegar innan við tvær mínútur voru til leiksloka, 26:25. Sæþór Atlason jafnaði metin fyrir Selfoss þegar rétt rúm mínúta var eftir af leiktímanum. Þórsarar lögðu af stað í sókn og tóku síðan leikhlé þegar rúm hálf mínúta var eftir. Sóknin strandaði á Jóni Þórarni og lærisveinum Þóris Ólafssonar frá Selfossi tókst að merja sigur í hörkuleik, eins og áður er getið.

Kristján Páll Steinsson markvörður Þórs t.h. átti stórleik í kvöld. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net

Kristján Páll Steinsson átti stórleik í marki Þórs og varði 22 skot. Allt annað var að sjá til Þórsliðsins að þessu sinni en gegn ÍR á laugardaginn. Það dugði þeim því miður ekki.

Jón Þórarinn varði afar vel í síðari hálfleik í marki Selfoss. Sölvi Svavarsson, sem nýverið endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta, sýndi hvað í honum býr og skoraði sjö mörk.

Fyrri í kvöld vann Stjarnan lið Víðis, 33:16, í upphafsleik 16-liða úrslita Poweradebikarsins. Fleiri leikir verða á dagskrá annað kvöld.


Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 6, Jón Ólafur Þorsteinsson 5, Brynjar Hólm Grétarsson 4, Viðar Ernir Reimarsson 4, Þormar Sigurðsson 4, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Friðrik Svavarsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 22.
Mörk Selfoss: Sölvi Svavarsson 7, Sæþór Atlason 6, Einar Sverrisson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Alvaro Mallols Fernandez 2, Hannes Höskuldsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Jason Dagur Þórisson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 10, Vilius Rasimas 8.

Víðismenn voru Stjörnunni engin fyrirstaða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -