- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andri Már mætti til leiks og skoraði þrjú mörk

Andri Már Rúnarsson í leik með U21 árs landsliðinu í sumar. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Andri Már Rúnarsson virðist hafa sem betur fer jafnað sig af meiðslum á ökkla. Hann mætti alltént galvaskur til leiks í kvöld og lék með samherjum sínum í SC DHfK Leipzig gegn Füchse Berlin í Max Schmeling Halle í Berlín í þýsku 1. deildinni í handknattleik.


Andri Már skoraði þrjú mörk í níu marka tapi liðsins, 37:28. Hann getur þar með meiðslanna vegna vonandi mætt á æfingu með landsliðinu 27. desember en Andri var valinn í A-landsliðið á dögunum í fyrsta sinn.

Viggó Kristjánsson skoraði fimm af mörkum SC DHfK Leipzig og gaf fjórar stoðsendingar. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig sem er um miðja deild eins og sjá má á stöðutöflunni neðst í greininni.

Viggó er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar með 119 mörk.


Melsungen fór upp í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar með sigri á Hannover-Burgdorf á heimavelli Hannover-Burgdorf, 34:30. Arnar Freyr Arnarsson kom lítið við sögu í sóknarleik Melsungen en var með í varnarleiknum og var m.a. einu sinni vikið af leikvelli.

Elvar Örn Jónsson lék ekki með Melsungen í leiknum vegna meiðsla.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -