- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR hreppti brons eftir uppgjör við Hauka

Bronslið ÍR á Norden Cup í flokki 2007/2008. Mynd/Facebook
- Auglýsing -

ÍR varð þriðja íslenska liðið til þess að hreppa verðlaun á Norden Cup mótinu í handknattleik í Gautaborg í dag. Lið ÍR hafnaði í þriðja sæti og fékk þar með bronsverðlaun í flokki liða skipað leikmönnum fæddum 2007 og 2008. Sannkallaður Íslendingaslagur var í viðureigninni um bronsverðlaunin því ÍR vann Hauka, 37:31.


ÍR tapaði í undanúrslitum í gær fyrir sænska liðinu HK Aranäs 29:21 á sama tíma og Haukar biðu lægri hlut fyrir Vejle frá Danmörku, 31:16. HK Aranäs lagði Vejle, 26:25, í úrslitaleiknum.

Bronslið ÍR er skipað eftirtöldum leikmönnum: Patrekur Smári Arnarson, Ísar Tumi Gíslason, Baldur Fritz Bjarnason, Bernard Kristján Owusu Darkoh, Alexander Ásgrímsson, Daníel Rafn Birgisson, Óðinn Bragi Sævarsson, Nathaniel Þór Alilin, Bjartur Dalbú Ingibjartsson, Jökull Blöndal Björnsson, Halldór Viðar Hauksson, Adam Logi Ívarsson, Bjarni Steinn Ísfeld.

Þjálfarar og liðsstjórar eru: Bjarni Fritzson og Arnar Smári Brynjarsson.

Haukar í einum af leikjum sínum á Norden Cup – Mynd/Facebook

Leikmenn Hauka eru: Halldór Ingi Auðunsson, Bjarki Már Ingvarsson, Sigurður Bjarmi Árnason, Freyr Aronsson, Daníel Máni Sigurgeirsson, Helgi Marinó Kristófersson, Róbert Daði Jónsson, Viktor Elí Hreiðarsson, Kristinn Tjörvi Björnsson, Egill Jónsson, Birnir Hergilsson.

Þjálfarar og liðsstjórar: Bjarni Gunnar Bjarnason og Sigurgeir Marteinn Sigurgeirsson.

Sjö íslensk lið tóku þátt

Alls tóku sjö íslensk lið þátt í Norden Cup að þessu sinni og hafa sjaldan verið fleiri.

Eins og fram hefur komið vann kvennalið Vals keppni í flokki 2009 og karlalið FH vann í flokki drengja fæddum 2010.


Pilta og stúlknalið frá Selfoss hrepptu bæði 5. sæti í sínum flokkum, 2009 og 2010. Stúlknalið frá HK varð í 14. sæti í aldursflokki 2010.

Norden Cup er óopinbert Norðurlandamót félagsliða yngri flokka og hefur verið haldið ár hvert um langt árabil. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera annað hvort landsmeistari eða bikarmeistari í yngri flokkum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -