Háskólinn í Reykjavík hitar upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag með HR stofunni. Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, fer yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið.
Peter gerði spálíkan fyrir HM í handbolta sem fram fór í Svíþjóð og Póllandi í fyrra og spáði því að líklegast myndi Ísland enda í 12.-14. sæti. Svo fór að liðið lenti í 12. sæti og er spurning hvort að Peter reynist eins sannspár nú eins og þá.
Síðan munu þeir Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Ásgeir Jónsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari í handbolta og kennari við viðskiptadeild HR, ræða við Kristján Halldórsson, kennara við íþróttafræðideild HR, um spána frá Peter, íslenska landsliðið, leikmennina og liðin sem Ísland mætir á mótinu.
Útsending hefst kl.12:30.