- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er gríðarlega stoltur af strákunum

Halldór Ingi Jónasson var markahæstur Víkinga gegn Val2 í gær. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég ætla ekki að segja að ég hafi verið rólegur síðustu mínútur leiksins meðan Selfoss saxaði á forskot okkar. En þetta hafðist og ég er gríðarlega stoltur af strákunum,“ sagði Andri Berg Haraldsson þjálfari Víkings í samtali við handbolta.is eftir mikilvægan sigur Víkinga á Selfossi, 21:18, í slag botnliðanna tveggja í Olísdeild karla í íþróttahúsinu í Safamýri síðadegis. Með sigrinum skildu Víkingar liðsmenn Selfoss eina eftir í neðsta sæti deildarinnar.

Gefur okkur líflínu

„Þessi sigur gefur okkur ákveðna líflínu þótt við séum ennþá í fallsæti. Eftir nokkra tapleiki í röð var nauðsynlegt að ná í sigur. Enn er nóg eftir af deildarkeppninni. Við erum alls ekki hættir að berjast fyrir sæti okkar,“ sagði Andri Berg ennfremur eftir leikinn í Safamýri sem var ekki vel leikinn en þeim mun meiri kapp var í leikmönnum beggja liða.

Eftir jafna stöðu að loknum fyrri hálfleik, 11:11, skoruðu Víkingsmenn sjö fyrstu mörk síðari hálfleiks áður en Selfossliðinu tókst loks að skora eftir rétt tæpar sextán mínútur.

„Leikurinn var nánast stál í stál í fyrri hálfleik þótt svo væri að sjá að Selfossliðið væri aðeins sterkara. Í hálfleik fórum við vel yfir nokkur atriði, ekki síst sem sneri að varnarleiknum og segja má að það hafi gengið upp hjá okkur. Selfoss skoraði ekki mark fyrstu 16 mínúturnar í síðari hálfleik og við náðum sjö marka forskoti,“ sagði Andri Berg og bætti við.

„Viljinn og dugnaðurinn var mikill í strákunum. Það var hrein unun að horfa á strákana og hvernig þeir komu inn í síðari hálfleikinn og náðu að halda sjó allt til leiksloka,“ sagði Andri Berg Haraldsson þjálfari Víkings í samtali við handbolta.is.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -