- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magnús Dagur hefur samið við KA til þriggja ára

Jón Heiðar Sigurðsson hjá KA t.v. og Magnús Dagur Jónatansson. Mynd/KA
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Magnús Dagur Jónatansson, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Magnús Dagur, sem er 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins og nú þegar kominn í stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA ásamt fleirum á líku reki.

Magnús er hluti af hinum sigursæla 2006 árgangi hjá KA en strákarnir töpuðu ekki leik í þau tvö ár sem þeir léku í 4. flokki og hömpuðu loks sigri á Partille Cup sumarið 2022 sem er stærsta handboltamót heims. Strákarnir unnu Powerade-bikarinn í 3. flokki í Laugardalshöll í gær. Þess utan var Magnús Dagur í U17 ára landsliðinu á síðasta sumri og tók m.a. þátt í Opna Evrópumótinu og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Maribor í Slóveníu.

Hann er stórt púsl

„Við erum gríðarlega ánægðir að Magnús sé tilbúinn að skuldbinda sig í verkefnið með okkur næstu þrjú árin. Magnús er einn efnilegasti leikmaður landsins og hlökkum við til þess að sjá hann vaxa og dafna í gulu treyjunni,“ segir Haddur Júlíus Stefánsson formaður handknattleiksdeildar KA í tilkynningu.

„Ég er ótrúlega ánægður með að Magnús taki slaginn með okkur áfram. Hann er stórt púsl í okkar plönum næstu árin,“ segir Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, í sömu tilkynningu.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -