- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magnús Óli getur fellt Valdimar af toppnum

Magnús Óli Magnússon er rétt við markamet Valdimars Grímssonar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Það eru miklar líkur á að skyttan öfluga hjá Val, Magnús Óli Magnússon, muni ryðja goðsögninni hjá Val, Valdimar Grímssyni, úr vegi. Já, skjóta hann niður af toppnum á listanum yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk fyrir Val í leikjum í Evrópukeppninni.

Valur mætur Steaua Búkarest í Rúmeníu á sunnudaginn í fyrri umferð Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla.

Valdimar skoraði 149 Evrópumörk fyrir Val á sinum tíma. Næstur á blaði er Magnús Óli með 142 mörk, þannig að hann þarf að skora 8 mörk í tveimur Evrópuleikjum gegn Steaua Búkarest, til að hreiðra um sig á toppnum.

Benedikt Gunnar Óskarsson er á þriðju syllu við toppinn, en hann rauf 100 marka múrinn í leik gegn RK Metaloplastoka frá Serbíu á dögunum; hefur skorað 108 Evrópumörk.

Valdimar Grímsson mun örugglega verða að sjá á eftir markameti sínu.

Valdimar hefur skorað 43 Evrópumörk í leikjum með Stjörnunni og 9 mörk í leikjum með HK, en hann var þjálfari liðanna. Alls hefur Valdimar skorað 201 Evrópumark með Val, Stjörnunni og HK.

Magnús Óli hefur skorað 5 Evrópumörk fyrir FH, þannig að hann hefur skorað 147 mörk.

Sá leikmaður sem hefur skorað flest Evrópumörk fyrir íslensk lið er stórskyttan Halldór Ingólfsson, sem skoraði 260 mörk fyrir Hauka.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -