- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrri undanúrslitaleikur Vals verður á heimavelli

Tveir af reyndari leikmönnum Vals, Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare bíður Valsmanna í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Fyrri viðureign liðanna verður á heimavelli Vals laugardaginn 20. apríl eða daginn eftir. Síðari viðureigninni í Baia Mare í Rúmeníu viku síðar.

CS Minaur Baia Mare lagði austurríska liðið Bregenz samanlagt með fjögurra marka mun, 65:61, í tveimur viðeignum. Bregenz vann heimaleikinn í dag, 30:28. Það dugði skammt eftir sex marka tap, 37:31, í Rúmeníu um síðustu helgina.

Tatran Presov sem lagði FH og Aftureldingu fyrr í keppninni er úr leik að loknum tveimur tapleikjum fyrir ungverska liðinu FTC, samanlagt með sex marka mun. FTC mætir Olympiacos frá Grikklandi sem vann MRK Krka frá Slóveníu örugglega.

Úrslit leikja átta liða úrslita í dag og samanlögð úrslit:
Tatran Presov - FTC (Ferencváros) 28:31 (57:63).
MRK Krka - Olympiacos 19:25 (45:56).
Bregenz - CS Minaur Baia Mare 30:28 (61:65).
Valur - Steaua Búkarest 36:30 (72:65).

Sjá einnig:
Magnús Óli skaut Valdimar niður!
Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -