Afturelding og Grótta leika til úrslita í umspili Olísdeildar kvenna í handknattleik. Afturelding lagði FH í annað sinn í undanúrslitum í dag, 35:28, í Kaplakrika. Á sama tíma marði Gróttu sigur á Víkingi í Safamýri, 28:27. Afturelding og Grótta unnu örugglega í andstæðinga sína í fyrstu umferð á fimmtudagskvöldið, 32:19 og 28:21. Þar af leiðandi kemur ekki til oddaleikja.
Vika í fyrsta leik
Gert er ráð fyrir að einvígi Aftureldingar og Gróttu hefjist mánudaginn 22. apríl að Varmá. Vinna þarf þrjá leiki í úrslitum. Í verðlaun er sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Afturelding átti sæti í deildinni í vetur en Grótta var í Grill 66-deildinni og varð í öðru sæti á eftir Selfossi.
Sjá einnig:
Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit
Víkingar bitu frá sér
Lengi fram eftir leiknum í Safamýri í dag virtist Grótta ætla að vinna annan öruggan sigur. Liðið var með yfirhöndina, m.a. var fimm marka munur í hálfleik, 17:12. Víkingar sóttu í sig veðrið og tókst að minnka muninn tvö mörk hvað eftir annað. Grótta missti aldrei yfirhöndina og náði fjögurra marka forskoti þegar 10 mínútur voru til leiksloka, 25:21. Leikmenn Víkings gerðu annað áhlaup á síðustu mínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoraði 27. mark Víkings mínútu fyrir leikslok, 27:28. Nær komust Víkingar ekki. Gróttu tókst að halda sjó og vinna með eins marks mun.
Leiðir skildu síðasta korterið
Afturelding hafði tögl og hagldir gegn FH í Kaplakrika. Það var þó ekki fyrr en á síðasta stundarfjórðungnum sem leiðir liðanna skildu. FH jafnaði t.d. muninn í 20:20, þegar 11 mínútur voru liðnar af leiktíma síðari hálfleiks.
Grótta – Víkingur 27:28 (12:17).
Mörk Víkings: Hafdís Shizuka Iura 7, Arna Þyrí Ólafsdóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 5, Díana Ágústsdóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Auður Brynja Sölvadóttir 2, Ester Inga Ögmundsdóttir 2.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 11, Þórunn Ásta Imsland 1.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Sara Björg Davíðsdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Karlotta Óskarsdóttir 3, Rut Bernódusdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 9.
FH – Afturelding 28:35 (12:14).
Mörk FH: Emilía Ósk Steinarsdóttir 9, Ena Car 5, Lara Zidek 4, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 3, Telma Medos 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Eva Gísladóttir 1, Svava Lind Gísladóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 9, Bára Björg Ólafsdóttir 2.
Mörk Aftureldingar: Anna Katrín Bjarkadóttir 10, Susan Ines Gamboa 6, Hildur Lilja Jónsdóttir 5, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Sylvía Björt Blöndal 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 7.
Sjá einnig:
Umspil Olís kvenna: leikjadagskrá og úrslit