- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðið er farið til Skopje – æfingamót og síðan HM

U19 ára landslið Íslands sem tók þátt í EM fyrir ári. Flestir leikmenn liðsins eru í æfingahóp U20 ára landsliðsins. Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -

Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, hefst í Skopje í Norður Makedóníu eftir viku, miðvikudaginn 19. júní. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliðanna 32 á mótinu. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu vikur og í nótt fór íslenski hópurinn af stað og kemur á áfangastað fyrir hádegið í dag. Framundan er langt úthald og þátttaka í æfingamóti í Skopje á næstu dögum áður en flautað verður til leiks á HM 19. júní.

„Við tökum þátt í æfingamóti áður en HM slagurinn hefst,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is gær spurður hvernig standi á að liðið fari af landi brott viku fyrir heimsmeistaramótið.

Vænlegri kostur

„Okkur stóð til boða að taka þátt í æfingamóti í Svíþjóð fyrir nærri tveimur vikum. Þegar öllu var á botninn hvolft þá þótti okkur vænlegri kostur að fara út fyrr og taka þátt í æfingamóti nokkrum dögum fyrir HM. Auk þess sem við spörum okkur kostnað en fyrst og fremst þá hentar betur að fá leiki rétt fyrir HM,“ sagði Ágúst Þór sem þjálfar liðið ásamt Árna Stefáni Guðjónssyni. Saman hafa þeir verið með þennan hóp að grunni til síðan hann var í 17 ára landsliðinu.

Hver unglingur þarf að greiða 600 þúsund til að leika fyrir Ísland á HM

Fyrsti leikur á föstudag

Fyrsti leikurinn á æfingamótinu í Skopje verður á föstudaginn gegn Chile. Daginn eftir mætir íslenska landsliðið því rúmenska og loks verður leikur á sunnudaginn við eitthvert af liðunum þremur úr hinum riðli mótsins. 

Mjög góð aðstaða

„Aðstaða er öll til fyrirmyndar í Skopje, bæði keppnishöll og hótel svo ég reikna ekki með öðru en að við eigum að nýta tímann mjög vel fram að HM,“ sagði Ágúst Þór sem hefur reynslumikið lið sem að grunni til er byggt á þeim hópi sem náði 8. sæti á HM 18 ára landsliða á HM fyrir tveimur árum og stóð sig einnig vel á EM 19 ára landsliða fyrir ári. 

U20 ára landsliðið með heimaliðinu og Afríkumeisturunum í riðli á HM

Reynslumikið lið

„Við erum með gríðarlega reynslumikið lið. Margir leikmenn hafa leikið um og yfir 30 landsleiki á stórmótum með yngri landsliðum. Þar af eru fjórar með A-landsleiki og fleiri hafa verið valdar í æfingahópa A-landsliðsins,“ sagði Ágúst Þór spurður um leikmannahópinn.

U20 ára landslið kvenna sem tekur þátt í HM 19. - 30. júní:
Markverðir:
Anna Karólína Ingadóttir, Grótta.
Ethel Gyða Bjarnasen, Fram.
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, FH.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Selfossi.
Elísa Elíasdóttir, ÍBV.
Embla Steindórsdóttir, Stjörnunni.
Hildur Lilja Jónsdóttir, Aftureldingu.
Inga Dís Jóhannsdóttir, Haukum.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu.
Lilja Ágústsdóttir, Val.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukum.
Sylvía Sigríður Jónsdóttir, ÍR.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi.

Meiðsli – ekkert áhyggjumál

Elín Klara Þorkelsdóttir, Embla Steindórsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir eiga við lítilsháttar meiðsli að stríða að sögn Ágústs. Hann segir þau ekki vera áhyggjumál sem stendur. „Við munum stýra álaginu á þeim á æfingum og í leikjum næstu daga,“ sagði Ágúst Þór. 

Krefjandi verkefni

Íslenska landsliðið verður í riðli með Angóla, Norður Makedóníu og Bandaríkjunum á HM. Tvö lið af fjórum halda áfram í 16-liða úrslit en tvö þau neðri í keppni frá sæti 17 til 32.

„Okkar markmið er að komast í hóp sextán efstu en það verður krefjandi verkefni. Angóla er með hörkulið og síðan þekkjum ágætlega lið Norður Makedóníu eftir nokkra leiki gegn því á undanförnum árum. Tveir fyrstu leikirnir verða bara fiffti, fifftí leikir. Bandaríska liðið sem við mætum í síðustu umferð óskrifað blað en við verðum búin að sjá tvo leiki með þeim á mótinu þegar við mætum þeim og höfum þar með tök á að búa okkur undir þá viðureign,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is síðdegis í gær.

Leikir í H-riðli á HM 20 ára landsliða kvenna:
19. júní: Angóla - Ísland.
21. júní: Norður Makedónía - Ísland.
22. júní: Ísland - Bandaríkin.
- Tvö efstu liðin leika um sæti eitt til sextán. Neðstu tvö liði halda áfram keppni um sæti sautján til 32.
- Leikjdagskrá HM verður birt í heild rétt áður en keppni hefst.
- HM lýkur sunnudaginn 30. júní.
- Handbolti.is ætlar eftir megni að fylgjast með mótum yngri landsliðanna í sumar eins og undanfarin sumur.

Ágúst og Árni hafa valið HM-hóp U20 ára landsliðsins

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -