- Auglýsing -
Lárus Gunnarsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari 4. flokks karla hjá handknattleiksdeild Vals. Hann mun einnig sinna markmannsþjálfun hjá 3. og 4. flokki karla ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá 3. flokki karla/U-liðinu, segir í tilkynningu Vals í dag.
Lárus þjálfaði m.a. Kríuna sem vann umspil Olísdeildar karla vorið 2021. Lárus var eftir það í ár þjálfari handknattleiksliðsins Bergsøy IL í Noregi. Fyrir utan að þjálfa þá var Lárus m.a. markvörður hjá Gróttu og Stjörnunni á sínum yngri árum.
„Valur bindur miklar vonir við Lárus og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í Val,“ segir í tilkynningu í dag.
- Auglýsing -