- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL:Slóvenar unnu í fyrsta sinn – Ungverjar sterkari á lokasprettinum

Leikmenn ungverska landsliðsins fögnuðu ákaft naumum sigri á Brasilíu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Slóvenska kvennalandsliðið vann sinn fyrsta leik í sögunni í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í morgun þegar það lagði Suður Kóreu, 30:23, í annarri umferð A-riðils leikanna. Staðan að loknum fyrri hálfleik var, 14:12, fyrir Slóvena sem skiljanlega fögnuðu ákaft að leikslokum.

Slóvenar, sem eru í fyrsta skipti með í handknattleikskeppni Ólympíuleika í kvennaflokki, voru mikið öflugri í leiknum í morgun. Sigurinn heldur þar með áfram lífi í vonum slóvenska liðsins um að ná inn í átta liða úrslit en liðið tapaði illa fyrir danska landsliðinu í fyrstu umferð, 27:19.

Suður Kórea vann Þýskaland óvænt í fyrstu umferð á fimmtudaginn, 23:22, og hefði með sigri á Slóvenum komist í góða stöðu fyrir þrjá síðustu leikina. Annað varð raunin. Lið Suður Kóreu var á eftir frá upphafi og virtist aldrei eiga möguleika þegar komið var fram í síðari hálfleik.

Ekki sanngjarnt

Ungverjar unnu Brasilíu í fyrsta leiknum í handknattleikskeppni kvenna í morgun, 25:24. Sigurinn verður seint sagður verðskuldaður.

Brasilíska liðið komst yfir, 7:6, eftir fimmtán mínútur og var með yfirhöndina allt þar til á lokasekúndunum að Ungverjum tókst að jafna, 24:24 þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Næstu mínútur gekk í þófi og hvorugt liðið náði að skora fyrr en fimm sekúndur voru til leiksloka. Petra Simon var hetja ungverska liðsins. Hún skoraði sigurmarkið og tryggði ungverska liðinu um leið fyrsta vinninginn í keppninni. Brasilía er með tvö stig einnig eftir stórsigur á Spáni í fyrstu umferð.

Suður Kórea – Slóvenía 23:30 (12:14).
Mörk Suður Kóreu: Birna Woo 7/4, Jyungmin Kang 5, Boeun Gim 4, Eun Hee Ryu 2/1, Eunhye Kang 2, Eunjoo Shin 1, Jiyeon Jeon 1, Dayoung Kim 1.
Varin skot: Saeyoung Park 9, 27% – Jinjui Jeong 2, 33%.
Mörk Slóveníu: Tamara Mavsar 7/1, Tjasa Stanko 6/1, Ana Gros 5/1, Elizabeth Omoregie 4, Natasa Ljepoja 2, Barbara Lazovic 2, Maja Svetik 1, Ana Ablina 1, Alja Vojnovic 1, Nina Spreitzer 1.
Varin skot: Maja Vojnovic 12/1, 38% – Amra Pandzic 1/1, 33%.

Brasilía – Ungverjaland 24:25 (15:12).
Mörk Brasilíu: Bruna de Paula 4, Mariane Fernanddes 4, Jessica Quntino 4, Larissa Araujo 3, Adriana Cardoso 2/1, Giulia Guarieiro 2, Gabriela Bitolo 2/2, Marcelona Arounian 1.
Varin skot: Gabriela Moreschi 12, 32%.

Mörk Ungverjalands: Petra Simon 5, Kinga Debreczeni-Klivinyi 4, Katrin Klujber 3, Csenge Kuczora 3, Petra Anita Fuezi Tovizi 2, Greta Marton 2, Petra Vamos 2, Nikoletta Papp 1, Anna Albek 1, Nadine Szollosi-Schatzl 1, Viktoria Györi-Lukacs 1.
Varin skot: Blanka Boede Biró 10, 29%.

Sjá einnig: ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -