Nokkuð kunnuglegt stef verður slegið þegar úrslitaleikur handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum fer fram á laugardaginn. Frakkland og Noregur eigast við en skemmst er að minnast úrslitleikja þjóðanna á HM kvenna á síðasta ári og á EM árið á undan.
Þetta verður þó fyrsti úrslitaleikur norska kvennalandsliðsins á Ólympíuleikum frá 2012 þegar það fór heim með gullverðlaunin eftir sigur á Svartfjallalandi í úrslitaleik.
Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska landsliðinu unnu danska landsliðið, 25:21, í undanúrslitaleik handknattleikskeppni kvenna í Stade Pierre Mauroy Arena í Lille í kvöld. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 11:8, Noregi í hag.
Norska landsliðið var með yfirhöndina í leiknum við Dani í kvöld frá upphafi til enda. Eins og oft áður þá lagði frábær varnarleikur og markvarsla grunninn að sigri norska landsliðsins. Hin 44 ára gamla Katrine Lunde átti enn einn stórleikinn á ferlinum. Hún var með 50% markvörslu í fyrri hálfleik og 37% þegar leikurinn var gerður upp efst 60 mínútur.
Lunde var í sigurliði Noregs á Ólympíuleikunum 2008 og 2012 og er ennþá besti markvörður heims.
Fyrr í dag vann Frakkland landslið Svíþjóðar í framlengdri viðureign undanúrslita, 31:28.
Danmörk og Svíþjóð mætast í bronsleiknum á laugardaginn.
Úrslitaleikir laugardaginn 10. ágúst:
1. sæti: Frakkland - Noregur, kl. 13.
3. sæti: Svíþjóð - Danmörk, kl. 8.
Mörk Noregs: Kari Brattset Dale 4, Maren Aardahl 3, Kristine Breistøl 3, Henny Reistad 3, Thale Rushfeldt Deila 2, Sanna Solberg-Isaksen 2, Camilla Herrem 2, Nora Mørk 2/1, Stine Skogrand 2/1, Stine Bredahl Oftedal 1, Marit Jacobsen 1.
Varin skot: Katrine Lunde 10, 37% – Silje Solberg-Østhassel 1/1, 20%.
Mörk Danmerkur: Kristine Jørgensen 4/1, Rikke Iversen 3, Sarah Aaberg Iversen 3, Helena Elver 2, Anne Mette Hansen 2, Mette Tranborg 2, Emma Friis 2, Mie Højlund 1, Lousie Vinter Burgaard 1, Kathrine Heindahl 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 8/1, 29% – Sandra Toft 2/1, 50%.
ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan
ÓL: Fer norska landsliðið sömu leið og í London 2012?