- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Heiðmar, Arnór, Ýmir, Ómar, Gísli, Haukur, Bjarki

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf. Mynd/Hannover-Burgdorf
- Auglýsing -
  • Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf og hann var á meðal þeirra sem gladdist í gær þegar liðið vann Potsdam, 27:22, á útivelli. Hannover-Burgdorf settist í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar með þessum sigri. Liðið er með 10 stig eftir sex leiki, jafnt Melsungen og Füchse Berlin. 
  • Füchse Berlin vann Rhein-Neckar Löwen, 34:27, á heimavelli í gær. Danirnir Mathias Gidsel og Lasse Bredekjær Andersson skoruðu 10 mörk hvor fyrir Berlínarliðið en Ivan Martinovic og Jannik Kohlbacher skoruðu fimm mörk hvor fyrir Löwen. Arnór Snær Óskarsson skoraði ekki mark fyrir Löwen í leiknum. 
  • Ómar Ingi Magnússon skoraði 10 mörk, sex þeirra úr vítaköstum, þegar SC Magdeburg vann Flensburg, 29:27, í Flensburg á laugardaginn. Þetta var fyrsta tap Flensburg í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og gaf fimm stoðsendingar. Magdeburg er í fimmta sæti með átta stig eftir fimm leiki. Flensburg er einu stigi framar. 
  • Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir FRISCH AUF! Göppingen þegar liðið gerði jafntefli við Gummersbach, 24:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki fyrir Gummersbach. Teitur Örn Einarsson var ekki með vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach sem er í 9. sæti með átta stig.
  • Göppingen er í 15. sæti af 18 liðum með tvö stig eftir sex leiki.
  • Stöðuna í þýsku 1. deildinni í karlaflokki og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér
  • Haukur Þrastarson var ekki á meðal þeirra sem skoraði fyrir Dinamo Búkarest þegar liðið vann Steaua í uppgjöri Búkarestliðanna á heimavelli Dinamo í gær, 36:32. Dinamo er efst og með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í rúmensku úrvalsdeildinni. Potaissa Turda, CSM Constanta og Minaur Baia Mare eru næst á eftir jöfn að stigum. 
  • Bjarki Már Elísson var ekki í leikmannahópi Veszprém þegar liðið vann Csurgói KK, 31:23, á heimavelli í 5. umferð ungversku 1. deildarinnar í gær. Veszprém hefur 10 stig að loknum fimm leikjum og er tveimur stigum á eftir Pick Szeged sem hefur leikið einum leik fleira.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -