„Við sitjum við sama borð og önnur landslið fyrir leikina í undankeppni EM. Æfingarnar eru fáar og við verðum að vinna hratt og halda góðri einbeitingu,“ sagði Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknatleik þegar handbolti.is hitti hann að máli í aðdraganda viðureignar Íslands og Bosníu í Laugardalshöll í kvöld.
„Leikir í undankeppni stórmóta eru alltaf mjög mikilvægir. Þess utan er það heiður að leika fyrir landsliðið. Þess vegna verður maður að leggja sig allan fram fyrir utan það að alltaf er gaman að koma saman og hitta strákana, brjóta aðeins daglega rútínu og leika fyrir framan fjölda fólks í Laugardalshöllinni,“ sagði Einar Örn Jónsson sem leikur í kvöld sinn 78. landsleik.
Viðureign Íslands og Bosníu hefst í Laugardalshöll í kvöld klukkan 19.30. Þeir sem ekki komast í Laugardalshöllina geta fylgst með útsendingu RÚV frá leiknum eða textalýsingu handbolta.is.
Ísland mætir Georgíu í fyrsta sinn – dregið í riðla undankeppni EM 2026
Útlit er fyrir að uppselt verði á leikinn í kvöld.
Undankeppni EM 2026
- Ísland er í riðli með Bosníu, Georgíu og Grikklandi í riðli undankeppni Evrópumótsins 2026. Framundan eru tveir leikir hjá íslenska liðinu í undankeppninni. Auk leiksins við Bosníu í kvöld mætir íslenska landsliðið Georgíumönnum í Tíblisi á sunnudaginn.
- Næstu leikir íslenska landsliðsins verða um miðjan mars, heima og heima gegn Grikklandi. Undankeppninni lýkur í byrjun maí með leikjum við Bosníu ytra og heima á móti Georgíu.
- Undankeppni EM er leikin í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum. Tvö efstu lið hvers riðil tryggir sér farseðilinn í lokakeppni EM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar 2026. Einnig komast fjögur landslið sem hafna í þriðja sæti í lokakeppnina.
- Þegar hefur verið ákveðið að íslenska landsliðið leikur í riðli sem fram fer í Kristianstad takist liðinu að tryggja sér þátttökurétt.
A-landslið karla – fréttasíða.