Úrslitahelgi Poweradebikarkeppninnar í handknattleik, sem nær yfir fimm daga, fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði, heimavelli Hauka frá 26. febrúar til 2. mars á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu HSÍ í dag. Þar segir að eftir útboð á meðal félaga hafi það orðið niðurstaða HSÍ að Haukar með Ásvelli hreppi hnossið.
Úrslitaleikir Powaradebikarkeppni kvenna og karla í meistaraflokki verða leiknir laugardaginn 1. mars. Reynsla er fyrir hendi við að halda viðburðinn á Ásvöllum. Keppninni var tvívegis leitt þar til lykta, í september 2021 og í mars 2022, meðan endurbætur stóðu yfir á Laugardalshöll.
Vegna þess hversu margir æfingatímar falla niður í Laugardalshöll þegar bikarvikan fer fram ár hvert óskaði ÍBR eftir því við HSÍ bikarkeppninni væri fundinn annar leikstaður.