Íslenska landsliðið mættir Grikkjum síðast í tveimur vináttulandsleikjum í Aþenu 15. og 16. mars á síðasta ári. Íslenska landsliðið vann báðar viðureignir, 33:22 í þeirri fyrri, og 32:25 í þeirri síðari. Leikirnir voru liður í undirbúningi fyrir viðureignir við Eistlendinga í umspili um HM-sætið um vorið.
Þá eins og nú voru nokkrir öflugir leikmenn ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum. Yngri leikmenn fengu sitt tækifæri og þar á meðal bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir og Andri Már Rúnarsson. Þremenningarnir eru mættir til leiks á ný með landsliðinu en enginn þeirra hefur tekið þátt í landsleik síðan í Aþenu fyrir ári.
Sjá einnig: Arnór og Benedikt verða áttunda bræðraparið til að leika saman landsleik

Í fyrri viðureigninni, sem vannst með 11 marka mun 33:22, réði íslenska liðið ferðinni í síðari hálfleik eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 14:13.
Mörk Íslands: Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Viggó Kristjánsson 5, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4, Haukur Þrastarson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Stiven Tobar Valencia 3, Elvar Örn Jónsson 2, Andri Már Rúnarsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Janus Daði Smárason 1.
Í síðari viðureigninni hrissti íslenska liðið Grikki af sér eftir um 20 mínútur og var komið með sex marka forskot í hálfleik, 17:11. Í síðari hálfleik var haldið í horfinu og vel og það niðurstaðan var sjö marka sigur, 32:25.
Mörk Íslands: Elvar Örn Jónsson 7, Elliði Snær Viðarsson 4, Orri Freyr Þorkelsson 4, Stiven Tobar Valencia 4, Ómar Ingi Magnússon 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Einar Þorsteinn Ólafsson 2, Haukur Þrastarson 2, Viggó Kristjánsson 2/1, Janus Daði Smárason 1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 6, 35% – Ágúst Elí Björgvinsson 5/1, 28%.
Leikur Grikklands og Íslands hefst klukkan 17 að íslenskum tíma í dag. Síðari viðureignin fer fram á laugardaginn í Laugardalshöll og hefst klukkan 16. Miðasala er midix.is.