- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ætlaði sér að verða markahæst í deildinni

Sylvía Björt Blöndal, Aftureldingu, er farin til náms í Danmörku og leikur ekki með Aftureldingarliðinu í vetur. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Ég varð næst markahæst í Olísdeildinni í fyrra og setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ná að verða markahæst í Grillinu og það tókst,“ sagði Sylvía Björt Blöndal leikmaður Aftureldingar og markahæsti leikmaður Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Keppni í deildinni lauk á sunnudaginn. Sylvía Björt skoraði 157 mörk, 27 mörkum fleiri en FH-ingurinn Hildur Guðjónsdóttir.


Sylvía Björt skoraði nærri 10 mörk að jafnaði í leik í Grill 66-deildinni.

Elti vinkonu sína úr MR

Sylvía Björt kom til liðs við Aftureldingu fyrir tímabilið 2021/2022 frá FH þar sem hún hafði verið frá því í 4. flokki þegar hún flutti heim frá Danmörku.

„Vinkona mín, Katrín Helga Davíðsdóttir, lék og leikur með Aftureldingu. Við vorum saman í MR. Hún sagði mér að það vantaði fleiri leikmenn í Aftureldingarliðið svo ég sló til. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Sylvía Björt þegar handbolti.is tók hana stuttlega tali eftir að Aftureldingarliðið tók við sigurlaunum sínum fyrir sigur í Grill 66-deildinni á heimavelli síðdegis í gær.


„Það er bara geggjað fyrir okkur að vinna deildina og fara strax aftur upp í Olís. Næst á dagskrá hjá okkur verður að halda okkur upp í Olísdeildinni á næsta tímabili. Vonandi náum við því,“ sagði Aftureldingarkonan Sylvía Björt Blöndal, markadrottning Grill 66-deildar kvenna.

Eftirtaldar skoruðu 50 mörk eða fleiri í Grill 66-deild kvenna:

Nafn:félag:mörk:
Sylvía Björt BlöndalAftureldingu157
Hildur GuðjónsdóttirFH130
Ída Bjarklind MagnúsdóttirVíkingi106
Rakel Dórothea ÁgústsdóttirHK U98
Guðrún Erla BjarnadóttirFjölni/Fylki97
Ída Margrét StefánsdóttirGróttu94
Karen Tinna DemianÍR93
Valgerður ArnaldsFram U91
Katrín Anna ÁsmundsdóttirGróttu85
Rut BernódusdóttirGróttu80
Anna Katrín BjarkadóttirAftureldingu78
Sóldís Rós RagnarsdóttirFram U78
Guðrún Hekla TraustadóttirVal U75
Dagmar Guðrún PálsdóttirFram U73
Katrín Helga DavíðsdóttirAftureldingu72
Susan Ines GamboaAftureldingu66
Ragnhildur Edda ÞórðardóttirFH65
Ásrún Inga ArnarsdóttirVal U62
Auður Brynja SölvadóttirVíkingi58
Arna Þyrí ÓlafsdóttirVíkingi56
Amelía Laufey M. Gunnarsd.HK U56
Hafdís Shizuka IuraVíkingi56
Sara Björg DavíðsdóttirFjölni/Fylki53
Matthildur Lilja JónsdóttirÍR52
Íris Anna GísladóttirFram U50


Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2021/2022.

Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2020/2021.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -