- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ævintýralegur endir á ævintýralegu tímabili“

Jón Gunnlaugur Viggósson fráfarandi þjálfari Víkings. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

„Segja má úrslitin hafi verið í takti við það hvernig þetta einvígi spilaðist, hnífjafnt og spennandi,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í samtali við handbolta.is í dag eftir að lið hans vann oddaleikinn við Fjölni eftir hádramatík, 23:22, í Safamýri í dag.

Annar naglbítur

„Eftir sigur Fjölnismanna eftir alla dramatíkina í fjórða leiknum virtist það vera skrifað í skýin að þeir ynnu leikinn í dag. En miðað við allar endurkomur Fjölnis í leikjunum þá var þessi niðurstaða sanngjörn. Við hefðum getað náð fimm marka forskoti seint í þessum leik, í stöðunni 21:17. Því miður gekk það ekki eftir og úr varð annar naglbítur. Þetta var ævintýralegur endir á ævintýralegu tímabili. Ég er afar stoltur af strákunum,“ sagði Jón Gunnlaugur sem þarf fljótlega að leggja línurnar fyrir næsta tímabil.

Nú förum við í frí

„Við höfum ekki haft tíma til þess að velta næsta vetri fyrir okkur meðan framhaldið var óljóst og umspilið í fullum gangi. Það hefur farið mikill tími í að púsla málum saman síðustu daga og vikur. Eftir þetta tökum við smáfrí og hugsum um eitthvað annað en handbolta,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings sigurglaður í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -