- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aftur skoraði Einar Rafn flest mörk – KA-maður markakóngur fjórða árið í röð

KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson varð markahæstur í Olísdeildinni annað árið í röð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson er markakóngur Olísdeildar karla í handknattleik annað árið í röð. Ekki nóg með það heldur er þetta fjórða árið í röð sem markakóngur Olísdeildar karla er leikmaður Akureyrarliðsins. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði flest mörk í Olísdeildinni leiktíðina 2021/2022 og árið á undan var Árni Bragi Eyjólfsson atkvæðamestur.


Einar Rafn skoraði 151 mark í 22 leikjum, 6,86 mörk að jafnaði í leik. Hann skoraði níu mörkum fleiri en Guðmundur Bragi Ástþórsson úr Haukum. Þriðji á lista yfir markahæstu leikmenn Olísdeildar varð Eyjamaðurinn Elmar Erlingsson sem var samkvæmt upplýsingum tölfræðiveitunnar HBStatz besti leikmaður Olísdeildarinnar.

Fyrir utan að vera markakóngur Olísdeildar tvö síðustu tímabil varð Einar Rafn einnig markahæstur leiktíðina 2015/2016, þá leikmaður FH.

Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn sem skoruðu fleiri en 60 mörk í Olísdeildinni sem lauk síðasta föstudag. Úrslitakeppni Olísdeildar hefst á morgun, miðvikudag.

Nafn:Félag:Mörk:
Einar Rafn EiðssonKA151
Guðmundur Bragi ÁstþórssonHaukum142
Elmar ErlingssonÍBV140
Benedikt Gunnar ÓskarssonVal128
Þorsteinn Leó GunnarssonAftureldingu126
Rúnar KárasonFram122
Ágúst Ingi ÓskarssonGróttu115
Jóhannes Berg AndrasonFH110
Hergeir GrímssonStjörnunni109
Ísak GústafssonVal102
Hjörtur Ingi HalldórssonHK101
Tandri Már KonráðssonStjörnunni96
Jakob Ingi StefánssonGróttu95
Reynir Þór StefánssonFram95
Árni Bragi EyjólfssonAftureldingu94
Ott VarikKA91
Jóhann Reynir GunnlaugssonVíkingi90
Aron PálmarssonFH85
Einar Bragi AðalsteinssonFH85
Ihor KopyshynskyiAftureldingu85
Daniel Esteves VieiraÍBV84
Birgir Steinn JónssonAftureldingu83
Pétur Árni HaukssonStjörnunni83
Blær HinrikssonAftureldingu82
Skarphéðinn Ívar EinarssonKA82
Ívar Logi StyrmissonFram78
Kristján Ottó HjálmssonHK78
Magnús Óli MagnússonVal78
Einar SverrissonSelfossi76
Geir GuðmundssonHaukum72
Kári Tómas HaukssonHK72
Össur HaraldssonHaukum72
Ásbjörn FriðrikssonFH71
Gauti GunnarssonÍBV71
Sigtryggur Daði RúnarssonÍBV70
Úlfar Páll Monsi ÞórðarsonVal70
Kári Kristján KristjánssonÍBV68
Starri FriðrikssonStjörnunni68
Hans Jörgen ÓlafssonSelfossi67
Halldór Ingi JónassonVíkingi66
Jón Bjarni ÓlafssonFH66
Birgir Már BirgissonFH63
Hannes GrimmGróttu62

Sjá einnig:

Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2020/2021.

Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2021/2022.

Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2022/2023.

Samantekt á markakóngum KA í gegnum tíðina.

Elín Klara skoraði flest mörk í Olísdeildinni.

Grill 66-deild: Benedikt Emil varð markahæstur.

Grill 66-deild: Ída Bjarklind iðnust við að skora

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -