- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66-deild: Ída Bjarklind iðnust við að skora

Ída Bjarklind Magnúsdóttir var markadrotting Grill 66-deildar kvenna í vetur. Mynd/Víkingur
- Auglýsing -

Ída Bjarklind Magnúsdóttir leikmaður Víkings skoraði flest mörk í Grill 66-deild kvenna sem lauk á dögunum. Hún skoraði 141 mark í 18 leikjum, 7,8 mörk að jafnaði í leik. Ída Bjarklind stakk sér fram úr landsliðskonunum í liði Selfoss, Perlu Ruth Albertsdóttur og Kötlu Maríu Magnúsdóttur, á endasprettinum. Perla Ruth lék 17 leiki en Katla María 16. Hún meiddist í undanúrslitaleik Poweradebikarsins og missti af tveimur síðustu leikjum deildarinnar.

Ída Bjarklind er burðarás í Víkingsliðinu sem náði sínum besta árangri um árabil. Liðið hafnaði í þriðja sæti Grill 66-deildar og vann sér inn sæti í umspilskeppni Olísdeildar. Ída Bjarklind og samherjar mæta Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Fyrsti leikurinn verður 11. apríl.

Leiktíðina 2022/2023 varð Ída Bjarklind þriðja markahæst í Grill 66-deildinni en fyrir neðan töfluna með markahæstu leikmönnum er að finna tengla á upplýsingar um markahæstu leikmenn Grill 66-deildar kvenna síðustu þrjú tímabil.

Eftirtaldar skoruðu 50 mörk eða fleiri í Grill 66-deild kvenna:

Nafn:Félag:Mörk:
Ída Bjarklind MagnúsdóttirVíkingi141
Perla Ruth AlbertsdóttirSelfossi133
Katla María MagnúsdóttirSelfossi131
Emilía Ósk SteinarsdóttirFH118
Aníta Eik JónsdóttirHK110
Guðrún Hekla TraustadóttirVal U94
Sóldís Rós RagnarsdóttirFram U94
Arna Kristín EinarsdóttirSelfossi92
Valgerður ArnaldsFram U88
Ena CarFH86
Katrín Anna ÁsmundsdóttirGróttu83
Ester Amíra ÆgisdóttirHaukum U81
Auður Brynja SölvadóttirVíkingi79
Ída Margrét StefánsdóttirGróttu79
Sara Björg DavíðsdóttirFjölni77
Harpa Valey GylfadóttirSelfossi73
Sara Rún GísladóttirFram U73
Arna Karitas EiríksdóttirVal U70
Íris Anna GísladóttirFram U70
Ásthildur Jóna ÞórhallsdóttirVal U68
Tinna Sigurrós TraustadóttirSelfossi68
Telma Sól BogadóttirFjölni62
Brynja Eik SteinsdóttirHaukum U61
Ólöf María StefánsdóttirGróttu59
Sólveig Ása BrynjarsdóttirFjölni59
Rósa Kristín KempHaukum U58
Eyrún Ósk HjartardóttirFjölni57
Karlotta Kjerúlf ÓskarsdóttirGróttu57
Anna Valdís GarðarsdóttirHK56
Ásrún Inga ArnarsdóttirVal U56
Hafdís Shizuka IuraVíkingi55
Lilja Hrund StefánsdóttirGróttu53
Karen Hrund LogadóttirFH50

Sjá einnig:

Ætlaði sér að verða markahæst í deildinni

Markadrottning Grill66-deildar: „Vissi að ég átti góða möguleika“

Sara Katrín skoraði nærri 10 mörk að jafnaði í leik

Elín Klara skoraði flest mörk í Olísdeildinni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -