Afturelding heldur áfram að elta uppi efsta lið Grill 66-deildar kvenna og til þess þá krækti liðið í tvö stig í heimsókn sinni í Kórinn í dag. Afturelding vann stórsigur á ungmennaliði HK, 42:23, eftir að hafa verið 12 mörkum yfir í að lokum fyrri hálfleik, 24:12.
Sylvía Björt Blöndal fór mikinn í leiknum og skoraði þriðjung marka Aftureldingarliðsins sem er tveimur stigum á eftir ÍR með 13 stig að loknum 10 leikjum. Grótta er þremur stigum á eftir í þriðja sæti.
Ungmennalið Vals vann inn fyrsta stig sitt í Grill 66-deild kvenna á leiktíðinni með því að gera jafntefli við Víkinga í Origohöllinni í jöfnum og skemmtilegum leik, 20:20.
HK U – Afturelding 23:42 (12:24).
Mörk HK U.: Rakel Dórothea Ágústsdóttir 8, Guðbjörg Erla Steinarsdóttir 5, Stella Jónsdóttir 3, Elfa Björg Óskarsdóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Inga Fanney Hauksdóttir 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1.
Varin skot: Íris Eva Gísladóttir 5, Jenný Dís Guðmundsdóttir 4.
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 14, Susan Ines Gamboa 7, Anna Katrín Bjarkadóttir 6, Lovísa Líf Helenudóttir 6, Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Drífa Garðarsdóttir 2, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 1, Dagný Lára Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Mina Mandic 13, Rebecca Fredrika Adolfsson 1.
Valur U – Víkingur 20:20 (8:10).
Mörk Vals U.: Guðrún Hekla Traustadóttir 5, Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 1, Arna Karitas Eiríksdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 9.
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 7, Díana Ágústsdóttir 4, Arna Þyrí Ólafsdóttir 3, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Mattý Rós Birgisdóttir 1, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Rakel Sigmarsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1.
Varin skot: Emelía Dögg Sigmarsdóttir 9, Sara Xiao Reykdal 1.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.