- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andstæðingur Vals vann stórsigur fyrir Íslandsferð

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og félagar í Val eiga tvo leiki fyrir höndum í Evrópubikarkeppninni á laugardag og sunnudag á heimavelli. Ljósmynd/Facebook-síða Vals handbolta
- Auglýsing -


Tékkneska liðið Slavía Prag, sem Íslandsmeistarar Vals, mæta í tvígang í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á laugardag og sunnudag á Hlíðarenda, vann stórsigur á Poruba, 36:20, í MOL-deildinni í handknattleik í gær. MOL-deildin er sameiginleg deild Tékka og Slóvaka en í henni taka þátt öflugustu kvennalið landanna tveggja.

Leikmenn Slavía voru 13 mörkum yfir í hálfleik, 23:10.

Í fimmta sæti

Slavía Prag situr í fimmta sæti af 12 liðum deildarinnar með 24 stig að loknum 20 leikjum, fjórum stigum á eftir Hazena Kynzvart sem er í þriðja sæti. Hazena Kynzvart verður andstæðingur Hauka á laugardaginn á Ásvöllum, einnig í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar.

Fyrri leikur Vals og Slavía Prag hefst klukkan 16 á laugardaginn í N1-höllinni á Hlíðarenda. Síðari viðureignin verður á sama stað réttum sólarhring síðar.

Tveir Evrópuleikir

Svo óheppilega vill til að síðari leikur Hauka og Hazena Kynzvart hefst klukkan 16.30 á laugardaginn á Ásvöllum. Tveir leikir í átta liða úrslitum Evrópbikarkeppni kvenna fara fram nánast á sama tíma hér á landi. Haukar töpuðu fyrri viðureigninni sem fram fór í Cheb í Tékklandi með 11 marka mun, 35:24. Leikmenn Hauka ætla að leggja allt í sölurnar í síðari viðureigninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -