Fréttir
Hafnarfjarðarliðin eru í efstu sætunum
Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru í tveimur efstu sætum Olísdeildar karla eftir leiki dagins og áður en lokaleikur 9. umferðar fer fram annað kvöld þegar Valur og Afturelding mætast í Origohöllinni. Haukar unnu KA-menn á Akureyri, 32:29, en FH...
Efst á baugi
Víkingar héldu ekki út
Gróttumönnum var létt eftir að þeir unnu Víkinga í hörkuleik í Víkinni í kvöld í Olísdeild karla í handknattleik, 26:22, en jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 13:13. Segja má að um svokallaðan fjögurra stiga leik hafi verið að...
Efst á baugi
Ríki Kalmarsambandsins sameinast um mótahald
Segja má að hið forna Kalmarsamband verði að litlu leyti endurnýjað undir lok þessa áratugar þegar grannríkin Danmörk, Svíþjóð og Noregur sameinast um að halda lokakeppni Evrópumóts karla og kvenna.Á þingi Handknattleikssambands Evrópu í Vínarborg í gær var samþykkt...
Fréttir
Viggó fór á kostum
Viggó Kristjánsson átti stórleik í dag fyrir Stuttgart þegar liðið gerði fremur óvænt jafntefli við næst efsta lið þýsku 1. deildarinar í handknattleik, Füchse Berlin, 32:32, á heimavelli. Viggó skoraði sjö mörk í átta skotum og átti þar á...
Efst á baugi
Sjö marka sigur í Eyjum
ÍBV færðist í dag upp að hlið Stjörnunnar og Vals í annað til fjórða sæti Olísdeildar karla í handknattleik með öruggum sigri á Selfossi, 32:25, í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Selfoss er þar með áfram í áttunda sæti með sex...
Efst á baugi
Sigur í Elche í dag nægði ekki
Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs eru úr leik í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir eins marks sigur í síðari viðureigninni við BM Elche, 22:21, í Elche í Alicante í dag. Elche vann fyrri viðureignina með fjögurra marka mun í...
Efst á baugi
Kablouti og Logi eru gjaldgengir með nýliðunum
Handknattleiksmaðurinn Hamza Kablouti fékk á föstudaginn leikheimild með Víkingi og verður væntanlega með liðinu í kvöld þegar það fær Gróttu í heimsókn í Víkina í viðureign liðanna í 9. umferð Olísdeildar karla. Flautað verður til leiks klukkan 18.Til viðbótar...
Fréttir
Dagskráin: Síðari Evrópuleikur KA/Þórs og suðurlandsslagur
Fjórir leikir verða á dagskrá í níundu umferð Olísdeildar karla sem hófst í gær með viðureign HK og Stjörnunnar í Kórnum. Efsta lið deildarinnar, Haukar, sækja KA-menn í kvöld en fyrsti leikur dagsins í deildinni verður Suðurlandsslagur ÍBV og...
Efst á baugi
Molakaffi: Sara Dögg, Hannes Jón, Harpa Rut, Anton, Örn, Aðalsteinn
Sara Dögg Hjaltadóttir lék með Gjerpen HK Skien á nýjan leik eftir meiðsli í gær þegar liðið vann Randesund öruggalega á útivelli í norsku 1. deildinni í handknattleik, 30:18. Sara Dögg skoraði fimm mörk, þar af tvö úr vítakasti....
Fréttir
Bjarki Már fór á kostum – smit setja strik í reikninginn
Bjarki Már Elísson fór á kostum og var markahæsti leikmaður vallarins þegar nýliðar HSV Hamburg herjuðu út jafntefli gegn Bjarka og félögum í Lemgo, 28:28, í Hamborg í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Bjarki Már skoraði átta...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
15959 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -