- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ótrúleg sveifla í Austurbergi og Stjarnan slapp fyrir horn

Óhætt er að segja að Stjörnumenn hafi sloppið fyrir horn úr heimsókn sinni til ÍR-inga í íþróttahúsið í Austurbergi í kvöld þar sem liðin leiddu saman hesta sína í Olísdeild karla í handknattleik. Eftir hörmungar upphafskafla leiksins þá tókst...

KA skoraði fjögur síðustu mörkin í Krikanum

FH-ingar fóru illa að ráði sínu í kvöld þegar þeir misstu niður fjögurra marka forskot á lokamínútum leiksins við KA í Olísdeildinni í handknattleik í kvöld þegar liðin mættust í Olísdeild karla. Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs skoraði...

Ekkert lát á sigurgöngunni

Ungmennalið Fram heldur sigurgöngu sinni áfram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik og í kvöld fagnaði liðið sínum sjötta vinningi í deildinni þegar það lagði Víkinga, 32:19, í Framhúsinu eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri...

Ragnar stimplaði sig inn í sigurleik

Ragnar Jóhannsson fór vel af stað í sínum fyrsta leik á Íslandi í sex ár þegar hann skoraði átta mörk fyrir Selfoss sem gerði sér lítið fyrir og vann Val örugglega, 30:24, í Origohöllinni í kvöld í Olísdeild karla...
- Auglýsing-

Annar í röð hjá Fram

Fram vann annan leik sinn í röð í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu Þór Akureyri í Íþróttahöllinni á Akureyri, 22:19. Þór var marki yfir að loknum fyrri hálfleik 10:9. Fram-liðið tók völdin í síðari hálfleik...

Fór með stig frá Eyjum

Gróttumenn fóru með eitt stig í farteskinu heim frá Vestmannaeyjum í kvöld eftir jafntefli, 32:32, við ÍBV í Olísdeild karla í handknattleik. Stigið var verðskuldað þar sem Gróttumenn voru lengst af með yfirhöndina í leiknum, m.a. 17:15 að loknum...

Sætaskipti á toppnum

Haukar unnu Aftureldingu með sex marka mun, 30:24, í Olísdeild karla að Varmá í kvöld og komust þar með í efsta sæti deildarinnar, en þar sátu Aftureldingarmenn fyrir leikinn. Haukar hafa tíu stig eftir sex leiki. Afturelding er með...

Einn í bann – hávær gæslumaður sleppur með tiltal

Hinn þrautreyndi leikmaður Aftureldingar, Þrándur Gíslason Roth, var úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á fundi aganefndar HSÍ í gær en úrskurðurinn var birtur í dag. Þrándur verður gjaldgengur með Aftureldingu í kvöld þegar Afturelding tekur á móti Haukum í...
- Auglýsing-

Hefur skorað meira en níu mörk að jafnaði í leik

Stórskyttan í Fram, Ragnheiður Júlíusdóttir, er markahæst í Olísdeild kvenna í handknattleik þegar keppni í deildinni er hálfnuð. Hún hefur skoraði 64 mörk, eða ríflega níu mörk að jafnaði í leik. Næst er Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni, með 48...

Allt fram streymir hjá FH

FH tekur á móti KA í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld í Kaplakrika klukkan 19.30. FH situr í fimmta sæti með átta stig eftir sex leiki og er aðeins stigi á eftir Aftureldingu sem situr í toppsætinu. ...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
14052 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -