A-landslið karla
Tveir kallaðir inn í landsliðið
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur kallað inn tvo leikmenn í landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöll á miðvikudaginn.Um er að ræða Kristján Örn Kristjánsson, Donna, sem leikur með PAUC í Frakklandi...
Efst á baugi
Hægt að kjósa Guðjón Val
Opnað hefur verið fyrir kosningu á bestu handknattleiksmönnum áratugarins (2011-2020) á vefsíðu handball-planet. Handbolti.is sagði fyrr í vikunni frá þessu væntanlega kjöri sem handball-planet stendur fyrir í tilefni af því áratugur er liðin frá því að síðan fór í...
Fréttir
Landsliðsþjálfari í sóttkví
Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla, er kominn í sóttkví að eigin frumkvæði á heimili sínu á eyjunni Thurø, suður af Fjóni. Jacobsen segist ekki vilja eiga á hættu að smitast af kórónuveirunni í aðdraganda að æfingum og...
Efst á baugi
Í uppsiglingu er að herða sóttvarnir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, boðaði til hertari aðgerðir um land allt í baráttunni gegn kórónuveirunni á blaðamannfundi Almannavarna í dag. Hann vinnur að minnisblaði sem sent verður til heilbrigðisráðherra síðar í dag eða í fyrramálið. Hertar reglur gætu staðið yfir...
Efst á baugi
Eitt verður yfir alla að ganga
„Reglurnar verða að vera þær sömu hvort sem leikið er í Danmörku eða Noregi,“ segir Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við VG í heimalandi sínu.Eins og fram hefur komið þá munu ekki gilda sömu sóttvarnareglur...
Efst á baugi
Stefna enn til Portúgal
Ekkert bendir til annars á þessari stundu en að landslið Ísraels mæti til leiks í Portúgal eftir helgina og mæti landsliði heimamanna í undankeppni EM 2022 á miðvikudaginn 4. nóvember. Ráðgert er að leikurinn fari fram í Matosinhos í nágrenni...
Efst á baugi
Molakaffi: Tap og sigur, smitaður þjálfari og gremja
Viktor Petersen Norberg skoraði sjö mörk fyrir Drammen og nýbakaður landsliðsmaður Óskar Ólafsson aðeins eitt þegar Drammen-liðið tapaði fyrir Kolstad, 27:21, á heimavelli Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikmenn Kolstad voru með tögl og hagldir frá upphafi til...
Fréttir
Er úr leik í bikarnum
Thea Imani Sturludóttir og samherjar hennar í Århus United féllu í kvöld úr leik í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik. Árósarliðið tapaði á heimavelli fyrir stórliði Odense Håndbold, 31:17.Segja má að úrslitin hafi ráðist í fyrri hálfleik þegar...
Fréttir
Nýr þjálfari kveikti í mönnum
Það virðist heldur betur hafa hresst upp á leikmenn danska úrvalsdeildarliðsins Ribe Esbjerg að nýr þjálfari bættist í hópinn í gærmorgun því þeir unnu í kvöld langþráðan sigur í heimsókn sinni til Árósa. Ribe Esbjerg vann Århus Håndbold örugglega,...
Efst á baugi
HSÍ fékk grænt ljós frá Þýskalandi
Íslenskum landsliðsmönnum sem leika með þýskum félagsliðum hefur verið heimilað að leika með íslenska landsliðinu gegn Litháen í undankeppni EM í handknattleik í næstu viku. HSÍ fékk í kvöld skriflega yfirlýsingu frá samtökum félaga í Þýsklandi um að þau...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
14564 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -