- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Brynjólfur og Stefán hita upp

Stefán Rafn Sigurmannsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson hita upp með Haukaliðinu og eru einnig á meðal þeirra sem taldir eru upp á leikskýrslu liðsins fyrir síðari úrslitaleikinn á Íslandsmótinu í handknattleik karla sem fram fer í Schenkerhöllinni á Ásvöllum...

Kýpur með í næstu forkeppni

Kýpur fór með sigur úr býtum í IHF/EHF bikarnum í handknattleik karla í dag en um er ræða keppni liðanna sem eru í neðsta styrkleikaflokki í evrópskum handknattleik. Sigurliðið öðlast keppnisrétt í forkeppni EM 2024. Landslið Kýpur vann landslið...

Lofar leikmönnum gulli og grænum skógum

Sergey Shishkarev, forseti rússneska handknattleikssambandsins, einn sterkefnaðasti maður landsins og fyrrverandi þingmaður, lofar leikmönnum kvennalandsliðsins gulli og grænum skógum verði landsliðið í allra fremstu röð á Ólympíuleikunum í sumar. Shishkarev segir að mikið álag fylgi undirbúningi og þátttöku fyrir...

Heldur kyrru fyrir í Safamýri

Handknattleiksmaðurinn efnilegi Andri Már Rúnarsson hefur framlengt samning sinn við Fram til næstu tveggja ára. Andri Már kom til Fram á síðasta sumri frá Stjörnunni og var einn besti leikmaður liðsins, ekki síst óx honum ásmegin eftir því sem...
- Auglýsing-

Nái Haukar frumkvæði getur forskot Vals horfið fljótt

„Þriggja marka forskot hjálpar Valsmönnum. Fyrir vikið verður örlítið á brattann að sækja fyrir Hauka. En að sama skapi getur þriggja marka forskot verið fljótt að ganga mönnum úr greipum. Við sáum ákveðna sveiflu í fyrri leiknum. Valur um...

Svíar hafa valið ólympíulandslið sín

Sænsku landsliðsþjálfararnir í handknattleik karla og kvenna tilkynntu í morgun hvaða leikmenn þeir hafa valið til þess að taka þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Japan sem hefst eftir um fimm vikur. Þrettán af 14 leikmönnum karlalandsliðsins voru í liðinu...

Dagskráin: Með þriggja marka forskot í farteskinu

Síðasti leikur Íslandsmótsins í handknattleik á keppnistímabilinu verður í kvöld þegar Haukar og Valur mætast í síðari úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Valur hefur þriggja marka forskot eftir sigur,...

Molakaffi: Ómar Ingi, Viggó, Claar, Sandell, Steins, Viktor, Elvar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru taldir á meðal 20 mestu happafenga félaga í evrópskum handknattleik á þessari leiktíð sem senn er á enda. Um er að ræða mat sérfræðinga á vegum vefsíðunnar handball-planet. Ómar Ingi Magnússon þykir hafa verið slíkur...
- Auglýsing-

Féll allur ketill í eld

Lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffahausen féll allur ketill í eld í kvöld þegar þeir mættu Pfadi Winterthur í þriðja sinn í einvíginu um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss. Þeir voru með vænlega stöðu eftir fyrri hálfleik en...

Óvænt sætaskipti á toppnum

Alexander Petersson og félagar í Flensburg misstigu sig í kapphlaupinu um þýska meistaratitilinn í kvöld er þeir töpuðu fyrir Füchse Berlin með fjögurra marka mun, 33:29. Leikmenn Kiel komust þar með í efsta sæti deildarinnar á nýjan leik og...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18165 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -