- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Árni Bragi er fyrsti markakóngur KA í 16 ár

Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður KA, er markakóngur Olísdeildar karla í handknattleik keppnistímabilið 2020/2021. Hann skoraði 163 mörk í 22 leikjum, 7,4 mörk að jafnaði í leik. Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson, sem lengi var efstur á listanum, varð annar. Hann...

Úrslitakeppni karla hefst á mánudag – leikjadagskrá

Úrslitakeppni Olísdeildar karla, 8-liða úrslit, hefst á mánudaginn með tveimur leikjum. Aðrir tveir í fyrri umferð fara fram daginn eftir. Úrslitakeppnin verður með öðru sniði nú en á síðustu árum. Að þessu sinni verða aðeins tveir leikir á lið...

Molakaffi: Groetzki, annar gafst upp á forsetanum, Sulland, Portengen rekinn

Patrick Groetzki leikur vart meira með Rhein-Neckar Löwen á keppnistímabilinu eftir að hafa meiðst á æfingu. Ekki var greint frá hversu alvarleg meiðsli hans eru en vonir standa til þess að Groetzki verði tilbúinn í slaginn þegar þýska landsliðið...

Fer frá Gróttu til Fram

Tinna Valgerður Gísladóttir, markahæsti leikmaður Gróttu í Grill 66-deildinni á keppnistímabilinu hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fram segir að Tinna Valgerður hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið.Tinna Valgerður, sem er...
- Auglýsing-

Úrslit lokaumferðinnar, markaskor og varin skot

Úrslit lokaumferðar Olísdeildar karla ásamt markaskorurum og vörðum skotum: KA - Þór 19:19.Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 5, Sigþór Gunnar Jónsson 4, Áki Egilsnes 3, Allan Norðberg 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 1, Andri Snær Stefánsson...

Niðurstaða liggur fyrir – þessi mætast í 8-liða úrslitum

Þór Akureyri kvaddi Olísdeild karla með jafntefli í Akureyrarslagnum við KA, 19:19, í KA-heimilinu í kvöld þegar lokaumferðin fór fram. Þórsarar voru nærri því að vinna leikinn því þeir áttu síðustu sókn leiksins en tókst ekki að færa sér...

Myndband: Meistararnir komnir í úrslit

Danmerkurmeistarar Aalborg leika til úrslita um danska meistaratitilinn eftir að hafa lagt Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga í GOG, 33:30, í Álaborg í kvöld í síðari undanúrslitaleik liðanna. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg. Aalborg mætir Bjerringbro/Silkeborg í úrslitaleikjum heima og...

Töpuðu mikilvægum stigum – Ómar Ingi skoraði 13

Alexander Petersson og félagar í Flensburg töpuðu stigi í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir gerðu jafntefli við Rhein-Neckar Löwen á heimavelli, 26:26. Á sama tíma vann Kiel öruggan sigur á Leipzig, 33:26, og hefur...
- Auglýsing-

Leikur um bronsið

Óðinn Þór Ríkharðsson leikur um bronsverðlaun í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik með samherjum sínum í Holstebro eftir tap fyrir Bjerringbro/Silkeborg í síðari undanúrslitaleiknum í dag, 30:25. Holstebro mætir annað hvort GOG eða Aalborg í viðureign um þriðja sætið. Tvö síðarnefndu...

Eyjamenn stefna á hópferð norður á laugardaginn

ÍBV hefur blásið til hópferðar á oddaleik KA/Þórs og ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar kvenna á laugardaginn. Svo vel tókst til með hópferð á fyrsta leik liðanna sem fram fór í KA-heimilinu á sunnudaginn að Eyjamenn vilja að endurtaka...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18172 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -