Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Fréttir
Leikjum á Ásvöllum og í Eyjum slegið á frest
Viðureign Hauka og ÍBV í Olísdeild karla sem til stóð að færi fram á Ásvöllum á morgun, laugardag, hefur verið frestað um sólarhring vegna þess að lið ÍBV á ekki tök á því að komast uppá land í tæka...
A-landslið karla
Dregið verður í riðla í undankeppni EM í mars
Í ljós kemur fimmtudaginn 21. mars hverjir verða andstæðingar íslenska landsliðsins í handknattleik karla í undankeppni Evrópumótsins sem haldið verður í ársbyrjun 2026 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.Til stendur að draga í riðli í Kaupmannahöfn þennan tiltekna dag....
A-landslið karla
Okkar að læra mistökum sem við gerðum á EM
„Þegar hlutirnir ganga ekki upp er engin ástæða til þess að gleyma þeim. Það er okkar að læra af þeim mistökum sem við gerðum á EM, vinna með þau og læra af þeim. Ég horfi á þetta mót sem...
A-landslið karla
En ekki núna – Björgvin Páll gefur ekki kost á sér
Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handknattleik karla ætlar ekki að gefa kost á sér í vor þegar kosið verður til forseta Íslands. Björgvin Páll segir frá þessu í færslu á Facebook í dag. Hann útilokar...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Viktor úr leik í 6 til 8 vikur – Ísak fékk högg á hné
Viktor Sigurðsson leikur ekki með Val í Olísdeildinni né í Poweradebikarnum næstu vikurnar vegna rifins liðþófa í hné. Til viðbótar meiddist Ísak Gústafsson í viðureign Vals og Selfoss í gærkvöld. Ekki er ennþá ljóst hvort meiðslin eru alvarleg.Óskar Bjarni...
Efst á baugi
Dagskráin: Fimm leikir í fjórum deildum í kvöld
Áfram verður leikið í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld þegar Grótta og Stjarnan mætast í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Um afar mikilvægan leik er að ræða í baráttunni í neðri hluta Olísdeildar. Aðeins munar einu stigi á liðunum sem...
Efst á baugi
Molakaffi: Victor, Ólafur, Mykhailiutenko, Atli, Hörður
Victor Máni Matthíasson hefur gengið til liðs við Fjölni á nýjan leik, í þetta sinn sem lánsmaður frá Stjörnunni út leiktíðina. Viktor Máni, sem er línumaður kvaddi Fjölni sumarið 2022 og lék eftir það í ár með StÍF í...
Fréttir
Afturelding var skrefi á undan að Varmá
Afturelding vann sannfærandi sigur á Fram í uppgjöri liðanna í fjórða og fimmta sæti Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá í kvöld, 30:26. Mosfellingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12, eftir að hafa verið með yfirhöndina allan fyrri...
- Auglýsing-
Efst á baugi
HK vann bæði stigin sem í boði voru í KA-heimilinu
HK-ingar fögnuðu að margra mati óvæntum sigri þegar upp var staðið í KA-heimilinu í kvöld, 27:26, og náðu þar með í tvö mjög mikilvæg stig í baráttunni í neðri hlutanum. Þeir hafa nú níu stig í níunda sæti Olísdeildar...
Efst á baugi
Víkingar saumuðu að toppliðinu – Jóhannes Berg skoraði 12 mörk
Víkingur var ekki langt frá því að krækja í annað stigið sem var í boði í Safamýri í kvöld þegar efsta lið Olísdeildar karla í handknattleik, FH, kom í heimsókn. Eftir harðan slag þá sluppu FH-ingar fyrir horn með...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
17727 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -



