- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss sótti tvö stig vestur yfir heiðina – þriðja tap KA

Sigurdans Gróttumanna eftir leikinn við KA í Hertzhöllinni í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Selfyssingar hrósuðu í fyrsta sinn sigri í Olísdeild karla á leiktíðinni síðdegis í dag þegar þeir lögðu HK í Kórnum, 24:20, í 7. umferð deildarinnar. Grunn að sigrinum lagði Selfossliðið í fyrri hálfleik með öflugum varnarleik sem varð til þess að HK skoraði aðeins sex mörk. Athygli vakti að Atli Ævar Ingólfsson lék með Selfossliðinu á nýjan leik en hann hafði dregið saman seglin í haust.


Markverðir beggja liða voru í aðalhlutverkum í slag tveggja neðstu liða deildarinnar.

KA kom suður og tapaði þriðja leik í röð í heimsókn til Gróttumanna í Hertshöllina, 27:24. Liðin höfðu þar með sætaskipti. Grótta hélt þar með sínu striki að vinna annan hvern leik og tyllti sér um leið í áttunda sæti. KA féll niður í níunda sætið með sex stig.

Sjöundu umferð Olísdeild karla lýkur á morgun þegar Valur sækir Íslandsmeistara ÍBV heim í íþróttamiðstöðina í Vestmannaeyjum klukkan 16.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

HK – Selfoss 20:24 (6:11).
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 9/2, Kristófer Ísak Bárðarson 3, Sigurður Jefferson Guarino 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Kristján Pétur Barðason 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Aron Gauti Óskarsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 15, 38,5%
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 4/1, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Sveinn Andri Sveinsson 3, Sæþór Atlason 3, Hannes Höskuldsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hans Jörgen Ólafsson 2, Gunnar Kári Bragason 1, Alvaro Mallols Fernandez 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 14/1, 41,2%.

Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Gróttu átti stórleik. Hannes Grimm var líka afar sáttur við samherja sinn. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Grótta – KA 27:24 (16:14).
Mörk Gróttu: Ágúst Ingi Óskarsson 7/3, Hannes Grimm 7, Jakob Ingi Stefánsson 6, Antoine Óskar Pantano 4, Ágúst Emil Grétarsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 19, 44,2%.
Mörk KA: Ott Varik 5, Einar Rafn Eiðsson 5/1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Einar Birgir Stefánsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Ólafur Gústafsson 2, Dagur Árni Heimisson 1, Daði Jónsson 1, Magnús Dagur Jónatansson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 18, 40%.

Staðan og næstu leikur í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -