Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sagosen, Danir, Imsgard, Zachariassen

Norska handknattleiksstjarnan Sander Sagosen gerir sér ennþá góðar vonir um að leika með norska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í janúar í Póllandi og Svíþjóð. Sagosen meiddist illa á ökkla undir lok keppnistímabilsins og hefur síðan...

Liggur ljóst fyrir hvaða 24 lið taka þátt í Evrópudeildinni

Eftir að undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik lauk í kvöld liggja fyrir nöfn liðanna 24 sem verða í skálunum sem dregið verður úr í riðlakeppni deildarinnar á fimmtudagsmorgun.Dregið verður í fjóra riðla með sex liðum í hverjum. Reikna má með...

Jóhanna Margrét er orðin samherji Aldísar og Ásdísar

Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir hefur söðlað um og gengið til liðs við Skara HF og verður þar með þriðji Íslendingurinn í herbúðum liðsins.Jóhanna Margrét gekk til liðs við Önnereds frá HK í sumar en festi ekki rætur og...

Konur – helstu félagaskipti

Handbolti.is heldur skrá yfir helstu félagaskipti meðal handknattleiksfólks sem greint hefur verið frá á síðustu mánuðum og vikum, jafnt innan lands sem utan.Hér fyrir neðan er það sem hæst ber í félagaskiptum á meðal handknattleikskvenna og félög hafa...
- Auglýsing-

Glatt var á hjalla í Fredericia

Glatt var á hjalla þegar flautað var til leiksloka í Thansen-Arena í Fredericia í kvöld þegar lið heimamanna vann SønderjyskE, 34:32, í hörkuspennandi leik að viðstöddum 1.965 áhorfendum í sjöundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Leikmenn Fredericia...

Grátlegt tap í vítakeppni hjá Janusi og Sigvalda

Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar í norska liðinu Kolstad taka ekki sæti í Evrópudeildinni í handknattleik eftir að Kolstad tapaði fyrir Bidasoa Irun í vítakeppni í síðari viðureign liðanna í Þrándheimi í kvöld.Kolstad vann í...

Einar verður að súpa seyðið af ummælum sínum – Birgir í bann

Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik var í dag úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ vegna ummæla sinna í samtali við Stöð2/Vísir að lokinni viðureign FH og Fram í Olísdeild karla á síðasta fimmtudag.Ummælin sem um...

Keppnistímabilið er á enda hjá Huldu Bryndísi

Hulda Bryndís Tryggvadóttir leikur ekki meira með KA/Þór á keppnistímabilinu sem er nýlega hafið. Hún gengur með sitt fyrsta barn og er þar með komin í fæðingarorlof frá handboltanum.Hulda Bryndís tók þátt í tveimur fyrstu leikjum KA/Þórs í...
- Auglýsing-

Er viss um að hafa stigið rétt skref

Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik segir það hafa verið góða tilbreytingu að ganga til liðs við EH Aalborg í Danmörku eftir fjögurra ára veru hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad. Hollt sé að takast á við nýjar áskoranir með öðrum liðsfélögum,...

U21 árs landsliðið fer að huga að HM – 22 valdir til æfinga

Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson hafa valið hóp 22 handknattleiksmanna til æfinga hjá U21 árs landsliði karla 12. –15. október nk. Ekki kemur fram í tilkynningu frá HSÍ hvort leikir standi fyrir dyrum hjá liðinu á allra næstu...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13708 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -