Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Leikið til úrslita á Ragnarsmótinu

Þrír síðustu leikir Ragnarsmótsins í handknattleik karla fara fram í dag. Að vanda verður leikið í Sethöllinni á Selfossi en mótið er haldið af handknattleiksdeild Selfoss í 34. sinn í minningu Ragnars Hjálmtýssonar handknattleiksmanns sem lést lést í bílslysi...

Molakaffi: Sigríður áttræð, Ásdís Þóra, Kristjana, Kristján Ottó, Elvar, Daníel, Poulsen

Áttræð er í dag Sigríður Sigurðardóttir fyrirliði Norðurlandameistara Íslands í handknattleik árið 1964 og leikmaður Vals. Sigríður er fyrsta konan sem kjörin var íþróttamaður ársins árið 1964 af Samtökum íþróttafréttamanna. Handbolti.is óskar Sigríði innilega til hamingju með stórafmælið. Ásdís...

Sjö mörk í röð tryggðu ÍBV sæti í úrslitum

ÍBV skoraði sjö síðustu mörkin í leiknum við Hörð í lokaumferð riðlakeppni Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og unnu þar með öruggan sigur þegar upp var staðið, 41:33.ÍBV leikur til úrslita á mótinu á...

Fjölnir hefur samið við færeyskan markvörð

Færeyski makvörðurinn Andri Kristiansson Hansen hefur gengið til liðs við Fjölni og staðfest þá ætlan með því að skrifa undir samning við félagið. Hansen kemur til Fjölnis frá uppeldisfélaginu sínu STíF í Færeyjum (Stranda ítróttafelag) þar sem hann hefur...
- Auglýsing-

Dagskráin: Eyjamenn mæta Herði á Selfossi

ÍBV og Hörður mætast í síðasta leik riðlakeppni Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi klukkan 18.30 í kvöld. ÍBV þarf eitt stig til þess að vinna sinn riðil og leika um fyrsta sætið við Aftureldingu á morgun...

Ólafur verður ekki með KA framan af tímabilinu

Handknattleikslið KA hefur orðið fyrir tímabundinni blóðtöku. Samkvæmt heimildum handbolta.is er Ólafur Gústafsson á leiðinni í aðgerð á ökkla vegna meiðsla sem hann hrjá. Af þeim sökum er hugsanlegt að hann verði fjarverandi í allt að þrjá mánuði. Ef...

Sigvaldi Björn fyrirliði Kolstad – er allur að koma til

Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Sigvaldi Björn Guðjónsson, hefur verið útnefndur fyrirliði norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad í Þrándheimi. Hann kom til liðs við félagið í sumar að lokinni tveggja ára veru hjá pólska meistaraliðinu Kielce en hefur góða reynslu af því að...

Guðmundur Bragi er til reynslu í Þýskalandi

Guðmundur Bragi Ástþórsson leikmaður Hauka og U20 ára landsliðsins er til reynslu hjá þýska 1. deildarliðinu ASV Hamm-Westfalen þessa dagana. Hann lék með liðinu gegn Wetzlar á æfingamóti (Linden Cup) í gær og tekur þátt í tveimur næstu leikjum...
- Auglýsing-

Molakaffi: Ásgeir Snær, Bardou, Iturrino, Reistad, Zerbe, Soussi, Fríða Margrét

Ásgeir Snær Vignisson skoraði þrjú mörk fyrir Helsingborg þegar liðið steinlá á heimavelli fyrir Alingsås í riðlakeppni fyrsta stigs sænsku bikarkeppninnar í gærkvöld, 36:24. Þetta var annar leikur Ásgeirs Snæs og nýrra samherja hans í keppninni. Þeir unnu Vinslövs...

Afturelding leikur til úrslita – Svartfellingur til reynslu

Afturelding leikur til úrslita á Ragnarsmótinu í handknattleik karla á laugardaginn eftir að hafa unnið báða leiki sína á mótinu til þessa. Mosfellingar unnu KA, 34:30, í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. KA leikur að öllum líkindum um 5....

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
13672 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -