Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópudeildin: 16-liða úrslit, fyrri leikir, úrslit

Fyrri leikir í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handknattleik fóru fram í kvöld. Síðari leikirnir fara fram eftir viku, 28. mars.Samanlagður sigurvegari í hverri viðureign tekur sæti í átta liða úrslitum keppninnar sem leikin verður síðla í apríl. Fyrir utan...

Valsmenn lentu á vegg

Leikmenn þýska liðsins Göppingen reyndust vera númeri of stórir fyrir leikmenn Vals í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld þegar liðin leiddu saman hesta sína í Origohöllinni. Lokatölur, 36:29, fyrir Göppingen sem hafði...

Víkingar kræktu í bæði stigin á Akureyri

Víkingar gerðu það gott í heimsókn sinni í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld. Þeir fóru með tvö stig heim úr heimsókn sinni til Þórsara í Grill 66-deild karla í handknattleik. Lokatölur 30:26. Að loknum fyrri hálfleik var forskot Víkinga...

Ekki í boði að gera mörg mistök

„Göppingen er með gott lið sem er ekkert langt frá Flensburg þótt talsverður munur sé á stöðu liðanna í deildinni um þessar mundir. Ég reikna með svipuðum leik,“ sagði Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals þegar handbolti.is innti hann eftir...
- Auglýsing-

Elín Jóna verður liðsfélagi Andreu í Álaborg

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður gengur til liðs við EH Aalborg í sumar. Rétt eftir að Ringkøbing Håndbold hafði tilkynnt í morgun að hún ætlaði að söðla um í sumar sagði Álaborgarliðið frá því að Elín Jóna hafi skrifað undir...

Elín Jóna kveður Ringkøbing í sumar

Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins Ringkøbing Håndbold hefur ákveðið að breyta til í sumar og leika með öðru liði á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í morgun. Í henni segir að félagið...

Dagskráin: Evrópuleikur og Grill 66-deildir

Stórleikur verður í Origohöll Valsara á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur og þýska liðið Göppingen mætast í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Flautað verður til leiks klukkan 19.45. Síðari viðureignin...

Molakaffi: Anton, Jónas, Özdeniz, Erdogan, Gísli, Oddur, Jónína,

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign ungversku liðanna Pick Szeged og Telekom Veszprém í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Leikurinn fer fram í Szeged á morgun og er fyrri leikur liðanna. Þau mætast aftur á...
- Auglýsing-

Verður lykilatriði að sprengja upp hraðann

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals segir að töluverður munur sé á leik þýsku liðanna Flensburg og Göppingen. Valur mætti Flensburg í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrr á tímabilinu en tekur á móti liði Göppingen í 16-liða úrslitum keppninnar í Origohöllinni annað...

Sjö marka sigur ÍBV – jafnir FH að stigum

ÍBV er komið upp að hlið FH í Olísdeild karla í handknattleik með 24 stig eftir að hafa unnið ÍR, 35:28, í viðureign liðanna í Skógarseli í Breiðholti í kvöld. ÍBV hefur þar með 24 stig eins og FH...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16419 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -