Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íranski markvörðurinn kemur ekki – Styttist í Rússann

Ekkert verður af því í bili, hið minnsta, að íranski markvörðurinn Mohsen Babasafari Renani leiki með handknattleiksliði Harðar á Ísafirði í Olísdeldinni. Heimildir handbolta.is herma að Ranani hafi ekki fengið atvinnuleyfi hér á landi.Ranani fékk leikheimild hjá HSÍ...

Dagskráin: Bæði lið horfa löngunaraugum á stigin tvö

Einn leikur fer fram í kvöld í Olísdeild karla í handknattleik. Haukar sækja Aftureldingu heim á Varmá. Viðureignin hefst klukkan 19.30.Takist Aftureldingu að vinna leikinn fer liðið upp að hlið FH með 21 stig í öðru til þriðja sæti....

Molakaffi: Janus, Sigvaldi, Orri, Viktor, Grétar, Elvar, Ágúst, Egill, Dana, Katrín, Rakel

Janus Daði Smárason skoraði átta mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson sjö þegar Kolstad vann sinn sautjánda sigur í norsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni í gær. Kolstad lagði Kristiansand Topphåndball, 33:27, í Kristjánssandi.  Janus Daði átti einnig fjórar stoðsendingar. Orri Freyr...

Sýning hjá Birgi Steini í Kaplakrika – Grótta fór heim með bæði stigin

Birgir Steinn Jónsson fór á kostum með Gróttu í kvöld þegar liðið vann ævintýralegan sigur á FH í Kaplakrika, 36:35. Hann skorað sigurmarkið úr vítakasti þegar leiktíminn var úti. Alls skorarði Birgir Steinn 15 mörk og skapaði átta marktækifæri....
- Auglýsing-

Hildur mætti til leiks með FH

Hildur Þorgeirsdóttir fyrrverandi landsliðskona hefur dregið fram keppnisskóna eða hreinlega keypt sér nýja og lék í kvöld með uppeldisfélaginu, FH, gegn Fjölni/Fylki í Grill 66-deildinni. Fjórtán ár eru liðin síðan Hildur lék síðast með FH á Íslandsmótinu í handknattleik.Hildur...

FH gaf engin grið – Valur vann bæði stigin í Kórnum

FH-ingar gáfu liðsmönnum Fjölnis/Fylkis engin grið í viðureign þeirra í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. FH var með yfirburði í leiknum og vann með 10 marka mun, 31:21, eftir að hafa verið átta mörkum yfir...

ÍR-ingar hafa ekki lagt árar í bát – Selfoss vann heima

ÍR-ingar hafa ekki látið hug falla þótt að á ýmsu hafi gengið hjá þeim upp á síðkastið. Þeir sýndu í dag svo um munaði að þeir ætla sér að berjast fyrir tilverurétti sínum í Olísdeildinni þegar þeir unnu KA...

Gísli Þorgeir heldur uppteknum hætti

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Hollendingurinn Kay Smits fóru á kostum í liði SC Magdeburg í dag þegar liðið vann þrautseiga leikmenn HSV Hamburg, 32:28, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Smits, sem er í stóru hlutverki í...
- Auglýsing-

Tveir frá Íslandi í færeyska landsliðinu

Tveir leikmenn sem leika hér á landi eru í færeyska karlalandsliðinu sem valið hefur verið vegna tveggja leikja færeyska landsliðsins í undankeppni EM 8. og 11. mars. Um er að ræða Nicholas Satchwell, markvörð KA, og samherja hans Allan...

Dagskráin: Þrír leikir í 16. umferð – tveir í Grill 66-deild

Sextánda umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í dag með þremur spennandi leikjum, ef veður og færð leyfir.Einnig standa fyrir dyrum tveir leikir í Grill 66-deild kvenna.Olísdeild karla:Sethöllin: Selfoss - Hörður, kl. 16 - sýndur á Selfosstv.Skógarsel: ÍR...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16557 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -