- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kórdrengir draga sig úr keppni – Framarar hlaupa í skarðið

Kórdrengir hafa dregið lið sitt úr keppni í Grill 66-deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Flautað verður til leiks í Grill 66-deildinni eftir rúmlega þrjár vikur. Til stóð að Kórdrengir mættu KA U í fyrstu umferð. Handbolti.is hefur...

Atli Ævar hættur – Guðjón Baldur sleit krossband

Línumaðurinn öflugi Atli Ævar Ingólfsson sem leikið hefur með Selfoss undanfarin ár hefur lagt handboltaskóna á hillina. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Handkastsins sem fór í loftið í gærkvöld. Fleiri skörð hafa verið hoggin í raðir Selfossliðsins frá...

Meistarakeppnin: Tvö bestu liðin mætast

Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikar- og deildarmeisturum ÍBV í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í Origohöllinni síðdegis. Flautað verður til leiks klukkan 17.30. Viðureignin markar upphaf leiktíðarinnar í handknattleik kvenna hér á landi. Framundan er annasamt tímabil þar sem...

Handkastið: Króati er undir smásjá á Selfossi

„Við erum með Króata, hægri skyttu, á reynslu en höfum ekkert gert upp við okkur hvort við höldum honum eða ekki,“ segir Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss í samtali við nýjasta þátt Handkastsins sem fór í loftið í gærkvöld, fimmtudag....
- Auglýsing-

Molakaffi: Arnór, Halldór, Andrea, Wolff, skemmtileg útfærsla, Grænlendingar

Íslenskir þjálfara leiða saman hesta sína í upphafsleik dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar í Nordsjælland fá Arnór Atlason og hans liðsmenn í TTH Holstebro í heimsókn. Báðir þjálfarar tóku við liðunum í...

Heiðmar og félagar með fullt hús – Íslendingar í Þýskalandi – myndskeið

Þrír leikir fóru fram í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld. Komu Íslendingar við sögu í þeim öllum, þótt mismikið bæri á þeim.Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sá sína menn merja sigur á nýliðum Eisenach á heimavelli,...

ÍBV er meistari meistaranna

Íslandsmeistarar ÍBV hófu leiktíðina í handknattleik karla með því að tryggja sér sigurlaunin í Meistarakeppni HSÍ með sanngjörnum sigri á Aftureldingu í Vestmannaeyjum í kvöld, 30:25. Eyjamenn voru með yfirhöndina nánast frá upphafi. Forskot þeirra var fjögur mörk í...

ÍBV – Afturelding – streymi frá Eyjum

ÍBV og Afturelding mætast í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 17. Opið streymi frá leiknum er hér fyrir neðan. https://www.youtube.com/live/vg5lZYRFWr0?feature=shared
- Auglýsing-

Er óðum að sækja í sig veðrið eftir byltuna

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson er óðum að jafna sig í öxlunum eftir harða byltu undir lok viðureignar Hauka og ÍBV í Hafnarfjarðarmótinu í síðustu viku. Um tíma leit út fyrir meiðslin væri mjög alvarleg en sem betur fer reyndist...

Meistararnir mætast í Vestmannaeyjum

Fyrri leikurinn í Meistarakeppni HSÍ fer fram í kvöld þegar Íslands- og bikarmeistarar karla á síðustu leiktíð, ÍBV og Afturelding, mætast í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Flautað verður til leiks klukkan 17. ÍBV varð Íslandsmeistari í vor eftir æsispennandi úrslitaeinvígi við...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18329 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -